Gunnar Örlygs: Ekkert nema náungakærleikur að leyfa Stefan Bonneau að vera hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 15:37 Stefan Bonneau. Vísir/Ernir Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni. Stefan Bonneau ætlaði sjálfur að ná úrslitakeppninni með liðinu en flestum þótti það ekki raunhæfur möguleiki. Gunnar Örlygsson ræddi um veru og stöðu Stefan Bonneau í viðtali á karfan.is. „Eins og allir vita þá meiddi hanns sig alvarlega rétt áður en samningurinn tók gildi í haust og staða hans persónulega var bara slæm. Hann er tveggja barna faðir og hafði í raun í engin hús að venda því hann var kannski ekki með sterkasta baklandið í Bandaríkjunum," sagði Gunnar Örlygsson um Stefan Bonneau í viðtali við Skúla Sigurðsson á karfan.is.Sáu aumur á honum „Okkur var orðið vel til vina, mér og honum og öðrum í klúbbnum. Við sáum aumur á honum og ákváðum að taka hann að okkur í vetur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en þetta er bara náungakærleikur og ekkert annað sem veldur því að við höfum tekið hann að okkur," sagði Gunnar en hvað fær Stefan Bonneau frá Njarðvík? „Hann hefur fengið gistingu, afnot að bíl, hann hefur fengið mat og eitthvað af peningum. Við höfum hjálpað honum með sjúkraferlið. Hann brosir allan hringinn," sagði Gunnar. „Bataferlið er á mjög góðri braut og hann virðist vera að ná sér, furðu hratt meira að segja miðað við hversu alvarleg þessi meiðsli voru. Það er ekkert ólíklegt að hann verði kominn í lag, fyrr frekar en seinna, þó svo að ég geti ekki sagt nákvæmlega til um það," sagði Gunnar. Mun Stefan Bonneau þá spila með Njarðvík í úrslitakeppninni?Vísir/StefánFlestir klúbbar hefðu sent hann heim „Hann er skráður í liðið og hann er í Njarðvíkingur. Hann er bara meiddur og á sjúkralista og auðvitað væri það ekki verra fyrir okkar litla klúbb sem er búið að gera mikið fyrir hann. Flestir klúbbar hefðu bara sent hann heim en ekki sinnt meiddum leikmanni utan samnings. Í flestum tilfellum hefur það verið svoleiðis í gegnum árin þegar svona mál hafa komið upp. Við ákváðum að fara aðrar leiðir og kannski fáum við það einhvern veginn til baka. Þetta er samt ekki gert með þeirri hugsun," sagði Gunnar. „Ef hann er kominn í lag á yfirstandandi tímabili þá er þessi maður ekkert að fara að spila mikið fyrir klúbbinn okkar. Þetta eru það alvarleg meiðsli að ég efast um að hann muni spila mikið ef nokkuð í úrslitakeppninni," sagði Gunnar. Gunnar er ekki á því að Stefan Bonneau trufli Njarðvíkurliðið með því að vera mikið í kringum strákana og svo með því að ýta undir von stuðningsmannanna um að hann snúi aftur í vor með því að vera að skjóta og sýna sig í kringum leiki liðsins.Stefan er skemmtikraftur af guðs náð „Stefan er skemmtikraftur af guðs náð og við sáum það á síðasta tímabili. Ég þori að fullyrða það að enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hafi skemmt áhorfendum jafnmikið og hann gerði í þessum fáu leikjum sem hann spilaði á Íslandi á síðasta tímabili. Hann er með undraverða hæfileika og þetta er bara í honum. Hann er eitt stórt bros, jákvæður og það er með ólíkindum hvernig hann hefur staðið sig í gegnum allt bataferlið. Það eru margir sem mættu taka hann sér til fyrirmyndar í jákvæðninni. Það er aldrei væl eða nokkur skapaður hlutur í þá áttina," sagði Gunnar. „Strákarnir í liðinu læra bara hvernig á að takast á við mótlæti með því að sjá hvernig hann fer í gegnum ferlið. Ungu strákarnir í liðinu, þeir alla yngstu sem eru framtíð okkar Njarðvíkinga, þeir koma sterkari út eftir samskiptin við Stefan í vetur. Þeir læra af honum," sagði Gunnar og útskýrir svo nánar. „Hann er stanslaust að tala við þá og gefa þeim punkta. Þessi maður hefur mikið vit á körfubolta og það eru ungir leikmenn í okkar liði sem njóta góða að því," sagði Gunnar.Vísir/ValliMenn mega hlæja að því og gera grín að því Eru Njarðvíkingar hugsa um Stefan Bonneau sem framtíðarleikmann liðsins og jafnvel um að sækja um ríkisborgararétt fyrir hann? „Eins og allir sem fylgjast með körfuboltanum vita þá hefur Njarðvík verið í vandræðum undir körfunni þangað til að Jeremy kom fyrir örfáum dögum síðan. Ef reglan breytist ekkert með erlenda leikmenn þá stöndum við frammi fyrir því vali hvort við eigum að halda Stefan eða taka stóran leikmann inn. Ég held að það skilji það allir sem hafa vit á körfubolta að þetta sé mjög erfitt val," segir Gunnar. „Það sem við erum búnir að gera fyrir Stefan er ekki gert til að tryggja það að hann verði hjá okkur um aldur og ævi. Þetta var bara í rauninni náungakærleikur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en við gerum það ekki," sagði Gunnar. „Hann er með samkomulag við okkur út þetta tímabil en það er ekkert fast í hendi með næsta ár. Við skulum bara vona að eitthvað gerist í þeim efnum sem allra fyrst. Framtíðin er óráðin þarna og erfitt fyrir mig, eins og allir skilja, að segja eitthvað til um það," sagði Gunnar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Vísir/Valli Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni. Stefan Bonneau ætlaði sjálfur að ná úrslitakeppninni með liðinu en flestum þótti það ekki raunhæfur möguleiki. Gunnar Örlygsson ræddi um veru og stöðu Stefan Bonneau í viðtali á karfan.is. „Eins og allir vita þá meiddi hanns sig alvarlega rétt áður en samningurinn tók gildi í haust og staða hans persónulega var bara slæm. Hann er tveggja barna faðir og hafði í raun í engin hús að venda því hann var kannski ekki með sterkasta baklandið í Bandaríkjunum," sagði Gunnar Örlygsson um Stefan Bonneau í viðtali við Skúla Sigurðsson á karfan.is.Sáu aumur á honum „Okkur var orðið vel til vina, mér og honum og öðrum í klúbbnum. Við sáum aumur á honum og ákváðum að taka hann að okkur í vetur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en þetta er bara náungakærleikur og ekkert annað sem veldur því að við höfum tekið hann að okkur," sagði Gunnar en hvað fær Stefan Bonneau frá Njarðvík? „Hann hefur fengið gistingu, afnot að bíl, hann hefur fengið mat og eitthvað af peningum. Við höfum hjálpað honum með sjúkraferlið. Hann brosir allan hringinn," sagði Gunnar. „Bataferlið er á mjög góðri braut og hann virðist vera að ná sér, furðu hratt meira að segja miðað við hversu alvarleg þessi meiðsli voru. Það er ekkert ólíklegt að hann verði kominn í lag, fyrr frekar en seinna, þó svo að ég geti ekki sagt nákvæmlega til um það," sagði Gunnar. Mun Stefan Bonneau þá spila með Njarðvík í úrslitakeppninni?Vísir/StefánFlestir klúbbar hefðu sent hann heim „Hann er skráður í liðið og hann er í Njarðvíkingur. Hann er bara meiddur og á sjúkralista og auðvitað væri það ekki verra fyrir okkar litla klúbb sem er búið að gera mikið fyrir hann. Flestir klúbbar hefðu bara sent hann heim en ekki sinnt meiddum leikmanni utan samnings. Í flestum tilfellum hefur það verið svoleiðis í gegnum árin þegar svona mál hafa komið upp. Við ákváðum að fara aðrar leiðir og kannski fáum við það einhvern veginn til baka. Þetta er samt ekki gert með þeirri hugsun," sagði Gunnar. „Ef hann er kominn í lag á yfirstandandi tímabili þá er þessi maður ekkert að fara að spila mikið fyrir klúbbinn okkar. Þetta eru það alvarleg meiðsli að ég efast um að hann muni spila mikið ef nokkuð í úrslitakeppninni," sagði Gunnar. Gunnar er ekki á því að Stefan Bonneau trufli Njarðvíkurliðið með því að vera mikið í kringum strákana og svo með því að ýta undir von stuðningsmannanna um að hann snúi aftur í vor með því að vera að skjóta og sýna sig í kringum leiki liðsins.Stefan er skemmtikraftur af guðs náð „Stefan er skemmtikraftur af guðs náð og við sáum það á síðasta tímabili. Ég þori að fullyrða það að enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hafi skemmt áhorfendum jafnmikið og hann gerði í þessum fáu leikjum sem hann spilaði á Íslandi á síðasta tímabili. Hann er með undraverða hæfileika og þetta er bara í honum. Hann er eitt stórt bros, jákvæður og það er með ólíkindum hvernig hann hefur staðið sig í gegnum allt bataferlið. Það eru margir sem mættu taka hann sér til fyrirmyndar í jákvæðninni. Það er aldrei væl eða nokkur skapaður hlutur í þá áttina," sagði Gunnar. „Strákarnir í liðinu læra bara hvernig á að takast á við mótlæti með því að sjá hvernig hann fer í gegnum ferlið. Ungu strákarnir í liðinu, þeir alla yngstu sem eru framtíð okkar Njarðvíkinga, þeir koma sterkari út eftir samskiptin við Stefan í vetur. Þeir læra af honum," sagði Gunnar og útskýrir svo nánar. „Hann er stanslaust að tala við þá og gefa þeim punkta. Þessi maður hefur mikið vit á körfubolta og það eru ungir leikmenn í okkar liði sem njóta góða að því," sagði Gunnar.Vísir/ValliMenn mega hlæja að því og gera grín að því Eru Njarðvíkingar hugsa um Stefan Bonneau sem framtíðarleikmann liðsins og jafnvel um að sækja um ríkisborgararétt fyrir hann? „Eins og allir sem fylgjast með körfuboltanum vita þá hefur Njarðvík verið í vandræðum undir körfunni þangað til að Jeremy kom fyrir örfáum dögum síðan. Ef reglan breytist ekkert með erlenda leikmenn þá stöndum við frammi fyrir því vali hvort við eigum að halda Stefan eða taka stóran leikmann inn. Ég held að það skilji það allir sem hafa vit á körfubolta að þetta sé mjög erfitt val," segir Gunnar. „Það sem við erum búnir að gera fyrir Stefan er ekki gert til að tryggja það að hann verði hjá okkur um aldur og ævi. Þetta var bara í rauninni náungakærleikur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en við gerum það ekki," sagði Gunnar. „Hann er með samkomulag við okkur út þetta tímabil en það er ekkert fast í hendi með næsta ár. Við skulum bara vona að eitthvað gerist í þeim efnum sem allra fyrst. Framtíðin er óráðin þarna og erfitt fyrir mig, eins og allir skilja, að segja eitthvað til um það," sagði Gunnar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Vísir/Valli
Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira