Gunnar Örlygs: Ekkert nema náungakærleikur að leyfa Stefan Bonneau að vera hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 15:37 Stefan Bonneau. Vísir/Ernir Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni. Stefan Bonneau ætlaði sjálfur að ná úrslitakeppninni með liðinu en flestum þótti það ekki raunhæfur möguleiki. Gunnar Örlygsson ræddi um veru og stöðu Stefan Bonneau í viðtali á karfan.is. „Eins og allir vita þá meiddi hanns sig alvarlega rétt áður en samningurinn tók gildi í haust og staða hans persónulega var bara slæm. Hann er tveggja barna faðir og hafði í raun í engin hús að venda því hann var kannski ekki með sterkasta baklandið í Bandaríkjunum," sagði Gunnar Örlygsson um Stefan Bonneau í viðtali við Skúla Sigurðsson á karfan.is.Sáu aumur á honum „Okkur var orðið vel til vina, mér og honum og öðrum í klúbbnum. Við sáum aumur á honum og ákváðum að taka hann að okkur í vetur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en þetta er bara náungakærleikur og ekkert annað sem veldur því að við höfum tekið hann að okkur," sagði Gunnar en hvað fær Stefan Bonneau frá Njarðvík? „Hann hefur fengið gistingu, afnot að bíl, hann hefur fengið mat og eitthvað af peningum. Við höfum hjálpað honum með sjúkraferlið. Hann brosir allan hringinn," sagði Gunnar. „Bataferlið er á mjög góðri braut og hann virðist vera að ná sér, furðu hratt meira að segja miðað við hversu alvarleg þessi meiðsli voru. Það er ekkert ólíklegt að hann verði kominn í lag, fyrr frekar en seinna, þó svo að ég geti ekki sagt nákvæmlega til um það," sagði Gunnar. Mun Stefan Bonneau þá spila með Njarðvík í úrslitakeppninni?Vísir/StefánFlestir klúbbar hefðu sent hann heim „Hann er skráður í liðið og hann er í Njarðvíkingur. Hann er bara meiddur og á sjúkralista og auðvitað væri það ekki verra fyrir okkar litla klúbb sem er búið að gera mikið fyrir hann. Flestir klúbbar hefðu bara sent hann heim en ekki sinnt meiddum leikmanni utan samnings. Í flestum tilfellum hefur það verið svoleiðis í gegnum árin þegar svona mál hafa komið upp. Við ákváðum að fara aðrar leiðir og kannski fáum við það einhvern veginn til baka. Þetta er samt ekki gert með þeirri hugsun," sagði Gunnar. „Ef hann er kominn í lag á yfirstandandi tímabili þá er þessi maður ekkert að fara að spila mikið fyrir klúbbinn okkar. Þetta eru það alvarleg meiðsli að ég efast um að hann muni spila mikið ef nokkuð í úrslitakeppninni," sagði Gunnar. Gunnar er ekki á því að Stefan Bonneau trufli Njarðvíkurliðið með því að vera mikið í kringum strákana og svo með því að ýta undir von stuðningsmannanna um að hann snúi aftur í vor með því að vera að skjóta og sýna sig í kringum leiki liðsins.Stefan er skemmtikraftur af guðs náð „Stefan er skemmtikraftur af guðs náð og við sáum það á síðasta tímabili. Ég þori að fullyrða það að enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hafi skemmt áhorfendum jafnmikið og hann gerði í þessum fáu leikjum sem hann spilaði á Íslandi á síðasta tímabili. Hann er með undraverða hæfileika og þetta er bara í honum. Hann er eitt stórt bros, jákvæður og það er með ólíkindum hvernig hann hefur staðið sig í gegnum allt bataferlið. Það eru margir sem mættu taka hann sér til fyrirmyndar í jákvæðninni. Það er aldrei væl eða nokkur skapaður hlutur í þá áttina," sagði Gunnar. „Strákarnir í liðinu læra bara hvernig á að takast á við mótlæti með því að sjá hvernig hann fer í gegnum ferlið. Ungu strákarnir í liðinu, þeir alla yngstu sem eru framtíð okkar Njarðvíkinga, þeir koma sterkari út eftir samskiptin við Stefan í vetur. Þeir læra af honum," sagði Gunnar og útskýrir svo nánar. „Hann er stanslaust að tala við þá og gefa þeim punkta. Þessi maður hefur mikið vit á körfubolta og það eru ungir leikmenn í okkar liði sem njóta góða að því," sagði Gunnar.Vísir/ValliMenn mega hlæja að því og gera grín að því Eru Njarðvíkingar hugsa um Stefan Bonneau sem framtíðarleikmann liðsins og jafnvel um að sækja um ríkisborgararétt fyrir hann? „Eins og allir sem fylgjast með körfuboltanum vita þá hefur Njarðvík verið í vandræðum undir körfunni þangað til að Jeremy kom fyrir örfáum dögum síðan. Ef reglan breytist ekkert með erlenda leikmenn þá stöndum við frammi fyrir því vali hvort við eigum að halda Stefan eða taka stóran leikmann inn. Ég held að það skilji það allir sem hafa vit á körfubolta að þetta sé mjög erfitt val," segir Gunnar. „Það sem við erum búnir að gera fyrir Stefan er ekki gert til að tryggja það að hann verði hjá okkur um aldur og ævi. Þetta var bara í rauninni náungakærleikur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en við gerum það ekki," sagði Gunnar. „Hann er með samkomulag við okkur út þetta tímabil en það er ekkert fast í hendi með næsta ár. Við skulum bara vona að eitthvað gerist í þeim efnum sem allra fyrst. Framtíðin er óráðin þarna og erfitt fyrir mig, eins og allir skilja, að segja eitthvað til um það," sagði Gunnar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Vísir/Valli Dominos-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni. Stefan Bonneau ætlaði sjálfur að ná úrslitakeppninni með liðinu en flestum þótti það ekki raunhæfur möguleiki. Gunnar Örlygsson ræddi um veru og stöðu Stefan Bonneau í viðtali á karfan.is. „Eins og allir vita þá meiddi hanns sig alvarlega rétt áður en samningurinn tók gildi í haust og staða hans persónulega var bara slæm. Hann er tveggja barna faðir og hafði í raun í engin hús að venda því hann var kannski ekki með sterkasta baklandið í Bandaríkjunum," sagði Gunnar Örlygsson um Stefan Bonneau í viðtali við Skúla Sigurðsson á karfan.is.Sáu aumur á honum „Okkur var orðið vel til vina, mér og honum og öðrum í klúbbnum. Við sáum aumur á honum og ákváðum að taka hann að okkur í vetur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en þetta er bara náungakærleikur og ekkert annað sem veldur því að við höfum tekið hann að okkur," sagði Gunnar en hvað fær Stefan Bonneau frá Njarðvík? „Hann hefur fengið gistingu, afnot að bíl, hann hefur fengið mat og eitthvað af peningum. Við höfum hjálpað honum með sjúkraferlið. Hann brosir allan hringinn," sagði Gunnar. „Bataferlið er á mjög góðri braut og hann virðist vera að ná sér, furðu hratt meira að segja miðað við hversu alvarleg þessi meiðsli voru. Það er ekkert ólíklegt að hann verði kominn í lag, fyrr frekar en seinna, þó svo að ég geti ekki sagt nákvæmlega til um það," sagði Gunnar. Mun Stefan Bonneau þá spila með Njarðvík í úrslitakeppninni?Vísir/StefánFlestir klúbbar hefðu sent hann heim „Hann er skráður í liðið og hann er í Njarðvíkingur. Hann er bara meiddur og á sjúkralista og auðvitað væri það ekki verra fyrir okkar litla klúbb sem er búið að gera mikið fyrir hann. Flestir klúbbar hefðu bara sent hann heim en ekki sinnt meiddum leikmanni utan samnings. Í flestum tilfellum hefur það verið svoleiðis í gegnum árin þegar svona mál hafa komið upp. Við ákváðum að fara aðrar leiðir og kannski fáum við það einhvern veginn til baka. Þetta er samt ekki gert með þeirri hugsun," sagði Gunnar. „Ef hann er kominn í lag á yfirstandandi tímabili þá er þessi maður ekkert að fara að spila mikið fyrir klúbbinn okkar. Þetta eru það alvarleg meiðsli að ég efast um að hann muni spila mikið ef nokkuð í úrslitakeppninni," sagði Gunnar. Gunnar er ekki á því að Stefan Bonneau trufli Njarðvíkurliðið með því að vera mikið í kringum strákana og svo með því að ýta undir von stuðningsmannanna um að hann snúi aftur í vor með því að vera að skjóta og sýna sig í kringum leiki liðsins.Stefan er skemmtikraftur af guðs náð „Stefan er skemmtikraftur af guðs náð og við sáum það á síðasta tímabili. Ég þori að fullyrða það að enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hafi skemmt áhorfendum jafnmikið og hann gerði í þessum fáu leikjum sem hann spilaði á Íslandi á síðasta tímabili. Hann er með undraverða hæfileika og þetta er bara í honum. Hann er eitt stórt bros, jákvæður og það er með ólíkindum hvernig hann hefur staðið sig í gegnum allt bataferlið. Það eru margir sem mættu taka hann sér til fyrirmyndar í jákvæðninni. Það er aldrei væl eða nokkur skapaður hlutur í þá áttina," sagði Gunnar. „Strákarnir í liðinu læra bara hvernig á að takast á við mótlæti með því að sjá hvernig hann fer í gegnum ferlið. Ungu strákarnir í liðinu, þeir alla yngstu sem eru framtíð okkar Njarðvíkinga, þeir koma sterkari út eftir samskiptin við Stefan í vetur. Þeir læra af honum," sagði Gunnar og útskýrir svo nánar. „Hann er stanslaust að tala við þá og gefa þeim punkta. Þessi maður hefur mikið vit á körfubolta og það eru ungir leikmenn í okkar liði sem njóta góða að því," sagði Gunnar.Vísir/ValliMenn mega hlæja að því og gera grín að því Eru Njarðvíkingar hugsa um Stefan Bonneau sem framtíðarleikmann liðsins og jafnvel um að sækja um ríkisborgararétt fyrir hann? „Eins og allir sem fylgjast með körfuboltanum vita þá hefur Njarðvík verið í vandræðum undir körfunni þangað til að Jeremy kom fyrir örfáum dögum síðan. Ef reglan breytist ekkert með erlenda leikmenn þá stöndum við frammi fyrir því vali hvort við eigum að halda Stefan eða taka stóran leikmann inn. Ég held að það skilji það allir sem hafa vit á körfubolta að þetta sé mjög erfitt val," segir Gunnar. „Það sem við erum búnir að gera fyrir Stefan er ekki gert til að tryggja það að hann verði hjá okkur um aldur og ævi. Þetta var bara í rauninni náungakærleikur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en við gerum það ekki," sagði Gunnar. „Hann er með samkomulag við okkur út þetta tímabil en það er ekkert fast í hendi með næsta ár. Við skulum bara vona að eitthvað gerist í þeim efnum sem allra fyrst. Framtíðin er óráðin þarna og erfitt fyrir mig, eins og allir skilja, að segja eitthvað til um það," sagði Gunnar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Vísir/Valli
Dominos-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira