Tölfræði sem styður það að Klopp sé með bestu skiptingarnar í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 15:00 Adam Lallana átti frábæra innkomu um helgina. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. Adam Lallana kom inná fyrir Jordon Ibe á 63. mínútu leiksins og staðan var 3-2 fyrir Norwich City. Lallana lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Roberto Firmino og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool vann leikinn 5-4. Jürgen Klopp hefur aðeins stýrt Liverpool-liðinu í fimmtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni en varamenn hans hafa engu að síður skilað honum samtals tíu mörkum með því annaðhvort að skora (6 mörk) eða leggja upp (4 stoðsendingar). Það er bara einn knattspyrnustjóri í ensku deildinni á tímabilinu sem hefur tekist jafnvel að skipta mönnum inná völlinn en vefsíðan A different league tók þetta saman . Varamenn Roberto Martinez, knattspyrnustjóra Everton, hafa einnig skilað honum tíu mörkum með því að skora sjö mörk og gefa þrjár stoðsendingar. Martinez hefur hinsvegar stjórnað liðinu í átta fleiri leikjum en Klopp. Í þriðja sæti á þessum lista er síðan Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, en varamenn hans hafa búið til átta mörk (4 mörk og 4 stoðsendingar). Varamenn Louis van Gaal hjá Manchester United og Arsene Wenger hjá Arsenal hafa ekki skilað mjög miklu á leiktíðinni. Van Gaal hefur aðeins fengið þrjú mörk frá varamönnum sínum og Wenger hefur fengið fjögur mörk frá sínum varamönnum. Quique Flores hjá Watford, Eddie Howe hjá Bournemouth, Alan Pardew hjá Crystal Palace og Steve McLaren hjá Newcastle reka lestina á þessum lista með Louis van Gaal.Flest mörk búin til hjá varamönnum knattspyrnustjóranna: 10 - Jürgen Klopp, Liverpool (6 mörk og 4 stoðsendingar) - 15 leikir 10 - Roberto Martinez, Everton (7 mörk og 3 stoðsendingar) - 23 leikir 8 - Mauricio Pochettino, Tottenham (4 mörk og 4 stoðsendingar) - 23 leikir 7 - Ronald Koeman, Southampton (4 mörk og 3 stoðsendingar) - 23 leikir 7 Claudio Ranieri, Leicester City (3 mörk og 4 stoðsendingar) - 23 leikir Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30 Níu marka veisla þegar Liverpool vann Norwich | Sjáðu mörkin Adam Lallana tryggði Liverpool sigur á Norwich, 4-5, í ótrúlegum leik á Carrow Road. 23. janúar 2016 14:45 Teixeira vill yfirgefa Shaktar og ganga í raðir Liverpool Alex Teixeira, framherja Shaktar Donetsk, hefur gert yfirmönnum sínum hjá Shaktar ljóst að hann vilji yfirgefa félagið og ganga í raðir Liverpool. Þetta herma heimildir Sky Sports. 24. janúar 2016 23:15 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. Adam Lallana kom inná fyrir Jordon Ibe á 63. mínútu leiksins og staðan var 3-2 fyrir Norwich City. Lallana lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Roberto Firmino og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool vann leikinn 5-4. Jürgen Klopp hefur aðeins stýrt Liverpool-liðinu í fimmtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni en varamenn hans hafa engu að síður skilað honum samtals tíu mörkum með því annaðhvort að skora (6 mörk) eða leggja upp (4 stoðsendingar). Það er bara einn knattspyrnustjóri í ensku deildinni á tímabilinu sem hefur tekist jafnvel að skipta mönnum inná völlinn en vefsíðan A different league tók þetta saman . Varamenn Roberto Martinez, knattspyrnustjóra Everton, hafa einnig skilað honum tíu mörkum með því að skora sjö mörk og gefa þrjár stoðsendingar. Martinez hefur hinsvegar stjórnað liðinu í átta fleiri leikjum en Klopp. Í þriðja sæti á þessum lista er síðan Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, en varamenn hans hafa búið til átta mörk (4 mörk og 4 stoðsendingar). Varamenn Louis van Gaal hjá Manchester United og Arsene Wenger hjá Arsenal hafa ekki skilað mjög miklu á leiktíðinni. Van Gaal hefur aðeins fengið þrjú mörk frá varamönnum sínum og Wenger hefur fengið fjögur mörk frá sínum varamönnum. Quique Flores hjá Watford, Eddie Howe hjá Bournemouth, Alan Pardew hjá Crystal Palace og Steve McLaren hjá Newcastle reka lestina á þessum lista með Louis van Gaal.Flest mörk búin til hjá varamönnum knattspyrnustjóranna: 10 - Jürgen Klopp, Liverpool (6 mörk og 4 stoðsendingar) - 15 leikir 10 - Roberto Martinez, Everton (7 mörk og 3 stoðsendingar) - 23 leikir 8 - Mauricio Pochettino, Tottenham (4 mörk og 4 stoðsendingar) - 23 leikir 7 - Ronald Koeman, Southampton (4 mörk og 3 stoðsendingar) - 23 leikir 7 Claudio Ranieri, Leicester City (3 mörk og 4 stoðsendingar) - 23 leikir
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30 Níu marka veisla þegar Liverpool vann Norwich | Sjáðu mörkin Adam Lallana tryggði Liverpool sigur á Norwich, 4-5, í ótrúlegum leik á Carrow Road. 23. janúar 2016 14:45 Teixeira vill yfirgefa Shaktar og ganga í raðir Liverpool Alex Teixeira, framherja Shaktar Donetsk, hefur gert yfirmönnum sínum hjá Shaktar ljóst að hann vilji yfirgefa félagið og ganga í raðir Liverpool. Þetta herma heimildir Sky Sports. 24. janúar 2016 23:15 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira
Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13
Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30
Níu marka veisla þegar Liverpool vann Norwich | Sjáðu mörkin Adam Lallana tryggði Liverpool sigur á Norwich, 4-5, í ótrúlegum leik á Carrow Road. 23. janúar 2016 14:45
Teixeira vill yfirgefa Shaktar og ganga í raðir Liverpool Alex Teixeira, framherja Shaktar Donetsk, hefur gert yfirmönnum sínum hjá Shaktar ljóst að hann vilji yfirgefa félagið og ganga í raðir Liverpool. Þetta herma heimildir Sky Sports. 24. janúar 2016 23:15