Heimir: Diego hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 13:00 Íslenska landsliðið undirbýr sig fyrir leik. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands í tilefni af því að hann og Lars Lagerbäck eru búnir að velja leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum sem fer fram 31. janúar næstkomandi. „Eins og í verkefninu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þá notum við þetta verkefni til að gefa mönnum tækifæri til vinna með okkur, kynnast landsliðsumgjörðinni, sýna sig og sanna. Þetta eru allt áhugaverðir leikmenn og eins og fyrir leikina í Abu Dhabi og Dubai, þá erum við auðvitað að undirbúa okkur fyrir EM í Frakklandi, en um leið að undirbúa komandi undankeppni fyrir HM 2018," segir Heimir í viðtalinu. Af 18 leikmönnum í hópnum leika fjórir með íslenskum félagsliðum, þar af nýliðarnir Ævar Ingi Jóhannesson og Aron Sigurðarson. Gunnleifur Gunnleifsson var í landsliðshópnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eins og Garðar Gunnlaugsson, sem lék þar sinn fyrsta A-landsleik. Sjá einnig:Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Fjórir leikmenn koma frá Danmörku, þar á meðal liðsfélagarnir frá OB, þeir Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson. Sex leikmenn koma frá Svíþjóð, þar af þrír frá Hammarby – markvörðurinn Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason. „Við erum alltaf að leitast við að breikka hópinn og það er mikilvægt að skoða sem flesta. Þarna erum við að velja marga spennandi leikmenn sem hafa staðið sig vel heima á Íslandi, t.d. Ævar Inga (Jóhannesson) og Aron (Sigurðarson), báðir flottir og kraftmiklir leikmenn með hæfileika. Þeir eru tveir nýliðar af fimm í hópnum. Aron Elís hefur verið að standa sig vel með U21 liðinu og er spennandi kostur," segir Heimir. Nýliðarnir í liðinu eru Diego Jóhannesson (fæddur 1993), Hjörtur Hermannsson (fæddur 1995), Aron Sigurðarson (fæddur 1993), Ævar Ingi Jóhannesson (fæddur 1995) og Aron Elís Þrándarson (fæddur 1994). „Hjörtur Hermannsson fékk leyfi frá PSV til að koma í þetta verkefni, okkur finnst hann virkilega spennandi leikmaður, eins og Diego Jóhannesson, sem er nú kominn með íslenskt vegabréf og er því gjaldgengur í landsliðið. Diego er að standa sig vel með sínu félagsliði, sem er í toppbaráttu næst efstu deildarinnar á Spáni, og hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með íslenska landsliðinu. Við höfum fylgst með honum, tökum hann inn í hópinn núna og skoðum eins og aðra leikmenn," sagði Heimir.Sjá einnig:Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Eiður Smári Guðjohnsen er langreyndasti leikmaður íslenska hópsins með 83 leiki en þeir Birkir Már Sævarsson (54 leikir) og Ari Freyr Skúlason (39) koma næstir. Gunnleifur Gunnleifsson (26), Arnór Smárason (17) og Hallgrímur Jónasson (14) eru hinir sem hafa spilað fleiri en tíu landsleiki. „Í hópnum eru auðvitað ekki eingöngu nýliðar, því við erum með býsna reynslumikla leikmenn líka, til dæmis Eið Smára og bakverðina sem léku stórt hlutverk í undankeppni EM, þá Ara Frey og Birki Má. Þarna eru líka fleiri reynsluboltar eins og Gunnleifur og Hallgrímur Jónasson, þannig að kjölfestan í hópnum er traust. Jón Guðni, Gummi Tóta og Kiddi Steindórs hafa verið með okkur áður. Rúnar Már, Garðar Gunnlaugs og Kjartan Henry voru með okkur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Við erum með fína blöndu af nýliðum og svo reynslumeiri leikmönnum. Það verður áhugavert að sjá alla þessa leikmenn," segir Heimir en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson vill ólmur komast í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann spilar með Real Oviedo í spænsku 2. deildinni og vonast til að komast á EM með strákunum okkar í sumar. 28. desember 2015 06:00 KSÍ hefur ekki haft samband við Diego Diego Johannesson dreymir um að spila fyrir íslenska landsliðið. 18. desember 2015 08:26 Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Spænski Íslendingurinn fer með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðar. 25. janúar 2016 12:30 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands í tilefni af því að hann og Lars Lagerbäck eru búnir að velja leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum sem fer fram 31. janúar næstkomandi. „Eins og í verkefninu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þá notum við þetta verkefni til að gefa mönnum tækifæri til vinna með okkur, kynnast landsliðsumgjörðinni, sýna sig og sanna. Þetta eru allt áhugaverðir leikmenn og eins og fyrir leikina í Abu Dhabi og Dubai, þá erum við auðvitað að undirbúa okkur fyrir EM í Frakklandi, en um leið að undirbúa komandi undankeppni fyrir HM 2018," segir Heimir í viðtalinu. Af 18 leikmönnum í hópnum leika fjórir með íslenskum félagsliðum, þar af nýliðarnir Ævar Ingi Jóhannesson og Aron Sigurðarson. Gunnleifur Gunnleifsson var í landsliðshópnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eins og Garðar Gunnlaugsson, sem lék þar sinn fyrsta A-landsleik. Sjá einnig:Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Fjórir leikmenn koma frá Danmörku, þar á meðal liðsfélagarnir frá OB, þeir Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson. Sex leikmenn koma frá Svíþjóð, þar af þrír frá Hammarby – markvörðurinn Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason. „Við erum alltaf að leitast við að breikka hópinn og það er mikilvægt að skoða sem flesta. Þarna erum við að velja marga spennandi leikmenn sem hafa staðið sig vel heima á Íslandi, t.d. Ævar Inga (Jóhannesson) og Aron (Sigurðarson), báðir flottir og kraftmiklir leikmenn með hæfileika. Þeir eru tveir nýliðar af fimm í hópnum. Aron Elís hefur verið að standa sig vel með U21 liðinu og er spennandi kostur," segir Heimir. Nýliðarnir í liðinu eru Diego Jóhannesson (fæddur 1993), Hjörtur Hermannsson (fæddur 1995), Aron Sigurðarson (fæddur 1993), Ævar Ingi Jóhannesson (fæddur 1995) og Aron Elís Þrándarson (fæddur 1994). „Hjörtur Hermannsson fékk leyfi frá PSV til að koma í þetta verkefni, okkur finnst hann virkilega spennandi leikmaður, eins og Diego Jóhannesson, sem er nú kominn með íslenskt vegabréf og er því gjaldgengur í landsliðið. Diego er að standa sig vel með sínu félagsliði, sem er í toppbaráttu næst efstu deildarinnar á Spáni, og hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með íslenska landsliðinu. Við höfum fylgst með honum, tökum hann inn í hópinn núna og skoðum eins og aðra leikmenn," sagði Heimir.Sjá einnig:Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Eiður Smári Guðjohnsen er langreyndasti leikmaður íslenska hópsins með 83 leiki en þeir Birkir Már Sævarsson (54 leikir) og Ari Freyr Skúlason (39) koma næstir. Gunnleifur Gunnleifsson (26), Arnór Smárason (17) og Hallgrímur Jónasson (14) eru hinir sem hafa spilað fleiri en tíu landsleiki. „Í hópnum eru auðvitað ekki eingöngu nýliðar, því við erum með býsna reynslumikla leikmenn líka, til dæmis Eið Smára og bakverðina sem léku stórt hlutverk í undankeppni EM, þá Ara Frey og Birki Má. Þarna eru líka fleiri reynsluboltar eins og Gunnleifur og Hallgrímur Jónasson, þannig að kjölfestan í hópnum er traust. Jón Guðni, Gummi Tóta og Kiddi Steindórs hafa verið með okkur áður. Rúnar Már, Garðar Gunnlaugs og Kjartan Henry voru með okkur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Við erum með fína blöndu af nýliðum og svo reynslumeiri leikmönnum. Það verður áhugavert að sjá alla þessa leikmenn," segir Heimir en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson vill ólmur komast í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann spilar með Real Oviedo í spænsku 2. deildinni og vonast til að komast á EM með strákunum okkar í sumar. 28. desember 2015 06:00 KSÍ hefur ekki haft samband við Diego Diego Johannesson dreymir um að spila fyrir íslenska landsliðið. 18. desember 2015 08:26 Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Spænski Íslendingurinn fer með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðar. 25. janúar 2016 12:30 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson vill ólmur komast í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann spilar með Real Oviedo í spænsku 2. deildinni og vonast til að komast á EM með strákunum okkar í sumar. 28. desember 2015 06:00
KSÍ hefur ekki haft samband við Diego Diego Johannesson dreymir um að spila fyrir íslenska landsliðið. 18. desember 2015 08:26
Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Spænski Íslendingurinn fer með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðar. 25. janúar 2016 12:30