Haukar og Valur sendu Grindavíkurstelpur niður í botnsætið | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 21:02 Haukar og Valur komust bæði upp fyrir Grindavík eftir heimasigra í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kom við á leik Stjörnunnar og Keflavíkur annarsvegar og leik Vals og Njarðvíkur hinsvegar. Það má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Haukar og Valur voru í tveimur neðstu sætunum fyrir umferðina en komust bæði upp fyrir Grindavík sem er nú í neðsta sæti deildarinnar. Haukakonur unnu sjö stiga sigur á Grindavík, 65-58, á Ásvöllum. Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið með því að vinna þriðja leikhlutann 15-8. Bjarni Magnússon stýrði Grindavík þarna í fyrsta sinn í deildinni en varð að sætta sig við tap á móti sínu gamla liði. Bjarni þjálfaði Haukaliðið í nokkur ár. Michelle Nicole Mitchell var með 23 stig og 13 fráköst hjá Haukum og Rósa Björk Pétursdóttir bætti við 13 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Ashley Grimes var yfirburðarleikmaður í liði Grindavíkur með 27 stig og 10 fráköst. Haukaliðið hefur nú unnið tvo heimaleiki í röð og þrjá af fjóra heimaleikjum liðsins í deildinni í vetur. Valskonur unnu á sama tíma 19 stiga heimasigur á Njarðvík, 74-55, á heimavelli sínum en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas í leiknum og munaði mikið um það. var með 26 stig og 17 fráköst fyrir Val, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 14 stig og Dagbjörg Samúelsdóttir var með 12 stig. Björk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Keflavíkurkonur komust upp að hlið Snæfelli á toppnum eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 72-57. Dominique Hudson skoraði 20 stig fyrir Keflavíkurliðið, Erna Hákonardóttir skoraði 12 stig og hin sextán ára Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Bríet Sif Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 10 stig.Úrslitin og stigaskor úr öllum leikjum Domino´s deildarinnar í kvöld:Haukar-Grindavík 65-58 (11-13, 21-21, 15-8, 18-16)Haukar: Michelle Nicole Mitchell 23/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Magdalena Gísladóttir 8/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5.Grindavík: Ashley Grimes 27/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 8/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 5/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.Stjarnan-Keflavík 57-72 (14-15, 14-23, 13-20, 16-14)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/14 fráköst/5 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2.Keflavík: Dominique Hudson 20/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5.Snæfell-Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-8)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Valur-Njarðvík 74-55 (13-12, 26-16, 16-18, 19-9)Valur: Mia Loyd 26/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdóttir 2.Njarðvík: Björk Gunnarsdóttir 15, Soffía Rún Skúladóttir 11, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 4/8 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.Njarðvíkingurinn María Jónsdóttir í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Eyþór Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Haukar og Valur komust bæði upp fyrir Grindavík eftir heimasigra í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kom við á leik Stjörnunnar og Keflavíkur annarsvegar og leik Vals og Njarðvíkur hinsvegar. Það má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Haukar og Valur voru í tveimur neðstu sætunum fyrir umferðina en komust bæði upp fyrir Grindavík sem er nú í neðsta sæti deildarinnar. Haukakonur unnu sjö stiga sigur á Grindavík, 65-58, á Ásvöllum. Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið með því að vinna þriðja leikhlutann 15-8. Bjarni Magnússon stýrði Grindavík þarna í fyrsta sinn í deildinni en varð að sætta sig við tap á móti sínu gamla liði. Bjarni þjálfaði Haukaliðið í nokkur ár. Michelle Nicole Mitchell var með 23 stig og 13 fráköst hjá Haukum og Rósa Björk Pétursdóttir bætti við 13 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Ashley Grimes var yfirburðarleikmaður í liði Grindavíkur með 27 stig og 10 fráköst. Haukaliðið hefur nú unnið tvo heimaleiki í röð og þrjá af fjóra heimaleikjum liðsins í deildinni í vetur. Valskonur unnu á sama tíma 19 stiga heimasigur á Njarðvík, 74-55, á heimavelli sínum en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas í leiknum og munaði mikið um það. var með 26 stig og 17 fráköst fyrir Val, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 14 stig og Dagbjörg Samúelsdóttir var með 12 stig. Björk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Keflavíkurkonur komust upp að hlið Snæfelli á toppnum eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 72-57. Dominique Hudson skoraði 20 stig fyrir Keflavíkurliðið, Erna Hákonardóttir skoraði 12 stig og hin sextán ára Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Bríet Sif Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 10 stig.Úrslitin og stigaskor úr öllum leikjum Domino´s deildarinnar í kvöld:Haukar-Grindavík 65-58 (11-13, 21-21, 15-8, 18-16)Haukar: Michelle Nicole Mitchell 23/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Magdalena Gísladóttir 8/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5.Grindavík: Ashley Grimes 27/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 8/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 5/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.Stjarnan-Keflavík 57-72 (14-15, 14-23, 13-20, 16-14)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/14 fráköst/5 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2.Keflavík: Dominique Hudson 20/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5.Snæfell-Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-8)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Valur-Njarðvík 74-55 (13-12, 26-16, 16-18, 19-9)Valur: Mia Loyd 26/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdóttir 2.Njarðvík: Björk Gunnarsdóttir 15, Soffía Rún Skúladóttir 11, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 4/8 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.Njarðvíkingurinn María Jónsdóttir í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Eyþór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum