Haukar og Valur sendu Grindavíkurstelpur niður í botnsætið | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 21:02 Haukar og Valur komust bæði upp fyrir Grindavík eftir heimasigra í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kom við á leik Stjörnunnar og Keflavíkur annarsvegar og leik Vals og Njarðvíkur hinsvegar. Það má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Haukar og Valur voru í tveimur neðstu sætunum fyrir umferðina en komust bæði upp fyrir Grindavík sem er nú í neðsta sæti deildarinnar. Haukakonur unnu sjö stiga sigur á Grindavík, 65-58, á Ásvöllum. Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið með því að vinna þriðja leikhlutann 15-8. Bjarni Magnússon stýrði Grindavík þarna í fyrsta sinn í deildinni en varð að sætta sig við tap á móti sínu gamla liði. Bjarni þjálfaði Haukaliðið í nokkur ár. Michelle Nicole Mitchell var með 23 stig og 13 fráköst hjá Haukum og Rósa Björk Pétursdóttir bætti við 13 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Ashley Grimes var yfirburðarleikmaður í liði Grindavíkur með 27 stig og 10 fráköst. Haukaliðið hefur nú unnið tvo heimaleiki í röð og þrjá af fjóra heimaleikjum liðsins í deildinni í vetur. Valskonur unnu á sama tíma 19 stiga heimasigur á Njarðvík, 74-55, á heimavelli sínum en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas í leiknum og munaði mikið um það. var með 26 stig og 17 fráköst fyrir Val, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 14 stig og Dagbjörg Samúelsdóttir var með 12 stig. Björk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Keflavíkurkonur komust upp að hlið Snæfelli á toppnum eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 72-57. Dominique Hudson skoraði 20 stig fyrir Keflavíkurliðið, Erna Hákonardóttir skoraði 12 stig og hin sextán ára Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Bríet Sif Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 10 stig.Úrslitin og stigaskor úr öllum leikjum Domino´s deildarinnar í kvöld:Haukar-Grindavík 65-58 (11-13, 21-21, 15-8, 18-16)Haukar: Michelle Nicole Mitchell 23/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Magdalena Gísladóttir 8/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5.Grindavík: Ashley Grimes 27/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 8/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 5/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.Stjarnan-Keflavík 57-72 (14-15, 14-23, 13-20, 16-14)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/14 fráköst/5 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2.Keflavík: Dominique Hudson 20/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5.Snæfell-Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-8)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Valur-Njarðvík 74-55 (13-12, 26-16, 16-18, 19-9)Valur: Mia Loyd 26/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdóttir 2.Njarðvík: Björk Gunnarsdóttir 15, Soffía Rún Skúladóttir 11, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 4/8 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.Njarðvíkingurinn María Jónsdóttir í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Eyþór Dominos-deild kvenna Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Haukar og Valur komust bæði upp fyrir Grindavík eftir heimasigra í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kom við á leik Stjörnunnar og Keflavíkur annarsvegar og leik Vals og Njarðvíkur hinsvegar. Það má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Haukar og Valur voru í tveimur neðstu sætunum fyrir umferðina en komust bæði upp fyrir Grindavík sem er nú í neðsta sæti deildarinnar. Haukakonur unnu sjö stiga sigur á Grindavík, 65-58, á Ásvöllum. Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið með því að vinna þriðja leikhlutann 15-8. Bjarni Magnússon stýrði Grindavík þarna í fyrsta sinn í deildinni en varð að sætta sig við tap á móti sínu gamla liði. Bjarni þjálfaði Haukaliðið í nokkur ár. Michelle Nicole Mitchell var með 23 stig og 13 fráköst hjá Haukum og Rósa Björk Pétursdóttir bætti við 13 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Ashley Grimes var yfirburðarleikmaður í liði Grindavíkur með 27 stig og 10 fráköst. Haukaliðið hefur nú unnið tvo heimaleiki í röð og þrjá af fjóra heimaleikjum liðsins í deildinni í vetur. Valskonur unnu á sama tíma 19 stiga heimasigur á Njarðvík, 74-55, á heimavelli sínum en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas í leiknum og munaði mikið um það. var með 26 stig og 17 fráköst fyrir Val, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 14 stig og Dagbjörg Samúelsdóttir var með 12 stig. Björk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Keflavíkurkonur komust upp að hlið Snæfelli á toppnum eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 72-57. Dominique Hudson skoraði 20 stig fyrir Keflavíkurliðið, Erna Hákonardóttir skoraði 12 stig og hin sextán ára Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Bríet Sif Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 10 stig.Úrslitin og stigaskor úr öllum leikjum Domino´s deildarinnar í kvöld:Haukar-Grindavík 65-58 (11-13, 21-21, 15-8, 18-16)Haukar: Michelle Nicole Mitchell 23/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Magdalena Gísladóttir 8/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5.Grindavík: Ashley Grimes 27/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 8/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 5/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.Stjarnan-Keflavík 57-72 (14-15, 14-23, 13-20, 16-14)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/14 fráköst/5 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2.Keflavík: Dominique Hudson 20/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5.Snæfell-Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-8)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Valur-Njarðvík 74-55 (13-12, 26-16, 16-18, 19-9)Valur: Mia Loyd 26/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdóttir 2.Njarðvík: Björk Gunnarsdóttir 15, Soffía Rún Skúladóttir 11, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 4/8 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.Njarðvíkingurinn María Jónsdóttir í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Eyþór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum