„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 15:24 Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú klukkan 15.30 vísir/getty 16:57 - „Til allra kvenna, sem lögðu sitt traust á þetta framboð og mig, ég vil að þið vitið að ekkert hefur gert mig stoltari en að fá að vera leiðtogi ykkar. Ég veit að við höfum ekki enn brotið hæsta glerþakið, en við gerum það einn daginn, og vonandi fyrr en okkur grunar. Og til allra litlu stúlknanna sem horfa á þetta, ekki efast um ykkar hæfni og rétt ykkar til að upplifa eigin drauma.“ 16:53 - Hillary þakkaði fráfarandi forsetahjónum, Barack og Michelle Obama, fyrir vel unnin störf. „Við stöndum í þakkarskuld við ykkur. Við þökkum ykkur fyrir staðfasta leiðtogafærni ykkar sem hefur skipt miklu.“ Hún þakkaði einnig Bill eiginmanni sínum og Chelsea dóttur sinni og nefndi einnig allt starfsfólkið sem kom að kosningabaráttu hennar sem og þeim milljónum sjálfboðaliða sem hjálpuðu til.16:45 - Hillary Clinton mætti á sviðið ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir. „Ég óskaði Donald Trump til hamingju með sigurinn í gær og bauðst til að vinna með honum fyrir hönd þjóðar okkar. Ég vona að hann verði forseta allrar þjóðarinnar. Mér þykir miður að við unnum ekki þessar kosningar vegna þeirra gilda sem við erum sammála um. Þið eruð það besta við Bandaríkin,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína. „Að vera frambjóðandinn ykkar hefur verið mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka. Þetta er sárt og verður það áfram. Ég vil samt að þið munið að kosningabarátta okkar snerist aldrei um eina persónu. Hún snerist um að byggja upp þessa þjóð sem við elskum.16:40 - Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, mætti á sviðið fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni og sagðist vera stoltur af Hillary því hún sé og verður söguleg manneskja*Uppfært 15.45* Ræðu Clinton seinkar eitthvað en búist er við að hún hefjist fljótlega. Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú skömmu eftir klukkan 15.30. Ekkert hefur heyrst frá henni opinberlega frá því að í ljós kom að Donald Trump hafði borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína frá New Yorker hótelinu í New York en snemma í morgun hringdi hún í Trump og viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hefð er fyrir því að þeir sem tapi forsetakosningum haldi ræðu þar sem þeir viðurkenni ósigurinn og fastlega má gera ráð fyrir því að Clinton fylgi þeirri hefð nú á eftir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
16:57 - „Til allra kvenna, sem lögðu sitt traust á þetta framboð og mig, ég vil að þið vitið að ekkert hefur gert mig stoltari en að fá að vera leiðtogi ykkar. Ég veit að við höfum ekki enn brotið hæsta glerþakið, en við gerum það einn daginn, og vonandi fyrr en okkur grunar. Og til allra litlu stúlknanna sem horfa á þetta, ekki efast um ykkar hæfni og rétt ykkar til að upplifa eigin drauma.“ 16:53 - Hillary þakkaði fráfarandi forsetahjónum, Barack og Michelle Obama, fyrir vel unnin störf. „Við stöndum í þakkarskuld við ykkur. Við þökkum ykkur fyrir staðfasta leiðtogafærni ykkar sem hefur skipt miklu.“ Hún þakkaði einnig Bill eiginmanni sínum og Chelsea dóttur sinni og nefndi einnig allt starfsfólkið sem kom að kosningabaráttu hennar sem og þeim milljónum sjálfboðaliða sem hjálpuðu til.16:45 - Hillary Clinton mætti á sviðið ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir. „Ég óskaði Donald Trump til hamingju með sigurinn í gær og bauðst til að vinna með honum fyrir hönd þjóðar okkar. Ég vona að hann verði forseta allrar þjóðarinnar. Mér þykir miður að við unnum ekki þessar kosningar vegna þeirra gilda sem við erum sammála um. Þið eruð það besta við Bandaríkin,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína. „Að vera frambjóðandinn ykkar hefur verið mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka. Þetta er sárt og verður það áfram. Ég vil samt að þið munið að kosningabarátta okkar snerist aldrei um eina persónu. Hún snerist um að byggja upp þessa þjóð sem við elskum.16:40 - Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, mætti á sviðið fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni og sagðist vera stoltur af Hillary því hún sé og verður söguleg manneskja*Uppfært 15.45* Ræðu Clinton seinkar eitthvað en búist er við að hún hefjist fljótlega. Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú skömmu eftir klukkan 15.30. Ekkert hefur heyrst frá henni opinberlega frá því að í ljós kom að Donald Trump hafði borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína frá New Yorker hótelinu í New York en snemma í morgun hringdi hún í Trump og viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hefð er fyrir því að þeir sem tapi forsetakosningum haldi ræðu þar sem þeir viðurkenni ósigurinn og fastlega má gera ráð fyrir því að Clinton fylgi þeirri hefð nú á eftir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira