Enski boltinn

Jóhann Berg rýkur upp styrkleikalista Sky Sports

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Góð frammistaða landsliðsmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar fyrir Burnley gegn Crystal Palace um helgina hefur vakið verðskuldaða athygli.

Jóhann Berg skoraði eitt mark og lagði upp annað í dramatískum 3-2 sigri en markið var hans fyrsta í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg hefur verið að spila vel með félagsliði sínu og landsliði síðustu vikur og er nú kominn upp í 23. sæti styrkleikalista Sky Sports, svokölluðum Power Rankings, þar sem leikmenn fá stig fyrir frammistöðu síðustu fimm vikna út frá 32 mismunandi tölfræðiþáttum.

Nýjasti leikurinn vegur þyngst í stigagjöfinni og vekur athygli að Jóhann Berg hoppar nýr inn á lista yfir 50 efstu menn en hann hefur ekki áður verið á Power Rankings-lista Sky Sports.

Samantekt úr leik Burnley og Crystal Palace má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en Jóhann Berg er nú staddur í Parma á Ítalíu ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu en þeir eru að undirbúa sig fyrir leik gegn Króatíu í undankeppni HM 2018.

Styrkleikalisti Sky Sports:

Power Rankings vika 11

Power Rankings vika 10

Power Rankings vika 9

Power Rankings vika 8

Power Rankings vika 7






Fleiri fréttir

Sjá meira


×