Innlent

Náðu samkomulagi um fiskverð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Unnið er að því að reyna að afstýra verkfallinu, sem hefjast á að óbreyttu annað kvöld.
Unnið er að því að reyna að afstýra verkfallinu, sem hefjast á að óbreyttu annað kvöld. vísir/vilhelm
Sjómannasamband Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi náðu í gærkvöldi samkomulagi um verðmyndun á fiski. Deiluaðilar hittust í karphúsinu nú klukkan tíu og búist er við að fundurinn muni standa yfir fram á kvöld.

Gert er ráð fyrir að samkomulagið verði borið undir bakland beggja deilenda í kvöld. Skammur tími er til stefnu því ótímabundið verkfall undirmanna og vélstjóra á fiskiskipaflotanum hefst klukkan 23 annað kvöld ef ekki semst fyrir þann tíma.

Allt kapp hefur verið lagt á að ná samkomulagi um fiskverð en það er meðal stærstu ágreiningsmálanna í deilunni, en á meðan hafa önnur mál fengið að sitja á hakanum. Önnur mál verða væntanlega rædd hjá ríkissáttasemjara í dag.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það yrði viss áfangasigur að ná samkomulagi um fiskverð. Því vonist hún til þess að sjómenn endurmeti stöðuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×