Svokallað haftafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 54 atkvæðum. Í því er lagt til Seðlabanki Íslands fái heimild til að setja reglur sem kveða á um bindingu reiðufjár vegna tiltekins nýs innstreymis gjaldeyris. Það innstreymi snýst aðallega um kaup á skuldabréfum og víxlum vegna nýrra bankainnistæðna og er tilkomið vegna skammtímaávinnings vegna vaxtamunar á milli Íslands og annarra landa.
Talað er um að frumvarpið hafi bein tengsl við áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta. Talað er um að viðskipti vegna áðurnefnds vaxtamunar gætu raskað jafnvægi í hagkerfinu á viðkvæmum tíma í kringum áætlaða losun haftanna.
Frumvarpið var síðasta mál þessa þings og er Alþingi þar með komið í sumarfrí til 15. ágúst.
Haftafrumvarpið var samþykkt

Tengdar fréttir

Þegar Bjarni Ben var grillaður af stúlku í 9. bekk
Sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal var á sínum tíma umsjónamaður sjónvarpsþáttanna Tekinn.

Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum
Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni.

Nýtt haftafrumvarp lagt fram á þingi
Megintilgangur frumvarpsins að lögfesta úrræði fyrir Seðlabanka Íslands til þess að tempra innstreymi fjármagns til landsins.