Fótbolti

Owen: Stones myndi labba inn í Barcelona-liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stones átti erfitt uppdráttar með Everton í vetur.
Stones átti erfitt uppdráttar með Everton í vetur. vísir/getty
Michael Owen, fyrrverandi framherji Liverpool og enska landsliðsins, hefur miklar mætur á John Stones og Marcus Rashford, tveimur af vonarstjörnum Englands.

Það kom honum ekki á óvart að landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson hafi valið hinn 18 ára gamla Rashford í enska hópinn sem fer á EM í Frakklandi síðar í mánuðinum.

„Það lá fyrir fyrst hann byrjaði leikinn gegn Ástralíu. Mér finnst þetta vera góð ákvörðun, ég hefði tekið hann með,“ sagði Owen sem sló sjálfur í gegn, 18 ára, á HM 1998 í Frakklandi.

Sjá einnig: Segja landsliðsþjálfarann taka mikla áhættu

Owen kveðst einnig vera mikill aðdáandi miðvarðarins John Stones sem leikur með Everton.

„Ég er gríðarlega hrifinn af honum og ég myndi byrja með hann og [Chris] Smalling í miðvarðastöðunum,“ sagði Owen sem gerir lítið úr mistökunum sem Stones gerði á nýafstöðnu tímabili.

„Nefndu þrenn mistök sem hann hefur gert á tímabilinu? Það er ekki hægt. Ég get hins vegar bent á 5-6 mistök sem Smalling og [Gary] Cahill gerðu.

„Stones gæti spilað fyrir Barcelona. Hann er sennilega eini leikmaðurinn í enska hópnum sem myndi labba inn í Barcelona-liðið. Hann er stórkostlegur,“ sagði Owen sem lék með enska landsliðinu á fimm stórmótum.


Tengdar fréttir

Ætlar að tefla fram sterku liði á móti Portúgal á morgun

Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi verða Portúgalar og þeir eru að spila vináttulandsleik í vikunni og Ísland. Ísland mætir Noregi í Osló í kvöld en Portúgalar spila við Englendinga á Wembley á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×