Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 1. febrúar 2016 18:02 Starfsemi hönnunarhússins Kraum hefur verið til húsa við Aðalstræti 10 frá árinu 2007. Vísir/Ernir Starfsemi hönnunarhússins Kraum, sem frá árinu 2007 hefur verið til húsa í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti 10, flytur sig um sess með vorinu. Framkvæmdastjóra Kraums og Minjaverndar, sem leigir út húsnæðið, greinir á um hvers vegna versluninni hefur verið gert að yfirgefa húsið.Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirAnna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums, segir Minjavernd hafa hækkað leiguna það mikið að verslunin sjái sér ekki fært að starfa í slíku rekstrarumhverfi. Til standi að halda starfsemi Kraums áfram á nýjum stað. „Við fengum bara að vita af þessu í síðustu viku,“ segir Anna. „Við erum mjög leið yfir þessu því við höfum verið fulltrúar elsta húss Reykjavíkur, sagt sögu þess og í raun sett starfsemi okkar í anda gamla hússins.“Leit hafin að nýju húsnæði Húsið sem um ræðir var reist árið 1762 af Skúla Magnússyni, landfógeta Íslands á 18. öld, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Þá átti Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar sjálfstæðisbaráttumanns, húsið um hríð. „Þarna höfum við hýst í kringum tvö hundruð íslenska hönnuði og haft það orð á okkur að vera það umhverfi sem íslenskir hönnuðir kjósa,“ segir Anna. „Nú verðum við að taka aðra stefnu og við verðum bara að taka þeirri áskorun, þótt við séum leið yfir því.“ Kraum yfirgefur húsið í vor og er leit þegar hafin að nýju húsnæði, sem Anna segir ekki beint liggja á lausu. Versluninni stendur þó að hennar sögn til boða húsnæði við Hverfisgötu þar sem Icelandair hyggst opna hótel í maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, og Þröstur Ólafsson, þáverandi formaður Minjaverndar, eftir uppbyggingu hússins árið 2007.Vísir/GVASamvinnan ekki kvödd „af því bara“ Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, vill takmarkað tjá sig um málið og segir ekki hefð fyrir því hjá stofnuninni að greina opinberlega frá samskiptum sínum við leigutaka. Hann neitar því þó að verið sé að hækka leiguna. „Það er allavega ekki búið að leigja neinum öðrum þetta hús,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er það satt að þessi góði rekstraraðili verður þarna ekki mikið lengur.“ Þorsteinn segir stofnunina ekki rifta leigusamningum að ástæðulausu, og það eigi ekki við í þessu tilviki. Húsið verði auglýst til leigu seinna í vikunni og það komi síðar í ljós hvaða starfsemi taki við af Kraum.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.Vísir/GVA„Þetta er aldrei með gleði gert og allra síst þarna,“ segir hann. „Okkur hefur þótt yfirbragð þessa rekstrar sem Kraum hefur haft í þessu góða húsi verið hið besta. Kraum var nú meira og minna stofnað fyrir okkar tilverknað, með sérstökum stuðningi Minjaverndar. Þannig að það er nú aldrei „af því bara“ sem menn kveðja slíka samvinnu.“ Anna María segist helst óttast það að svokölluð „Lundabúð“ verði rekin í húsnæðinu, sem hún segir að væri „skandall.“ „Við höfum skapað okkur sess í íslenskri hönnunarsögu á þessum stað,“ segir hún. „Ég veit að við eigum sess í hjarta mjög margra.“ Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Starfsemi hönnunarhússins Kraum, sem frá árinu 2007 hefur verið til húsa í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti 10, flytur sig um sess með vorinu. Framkvæmdastjóra Kraums og Minjaverndar, sem leigir út húsnæðið, greinir á um hvers vegna versluninni hefur verið gert að yfirgefa húsið.Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirAnna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums, segir Minjavernd hafa hækkað leiguna það mikið að verslunin sjái sér ekki fært að starfa í slíku rekstrarumhverfi. Til standi að halda starfsemi Kraums áfram á nýjum stað. „Við fengum bara að vita af þessu í síðustu viku,“ segir Anna. „Við erum mjög leið yfir þessu því við höfum verið fulltrúar elsta húss Reykjavíkur, sagt sögu þess og í raun sett starfsemi okkar í anda gamla hússins.“Leit hafin að nýju húsnæði Húsið sem um ræðir var reist árið 1762 af Skúla Magnússyni, landfógeta Íslands á 18. öld, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Þá átti Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar sjálfstæðisbaráttumanns, húsið um hríð. „Þarna höfum við hýst í kringum tvö hundruð íslenska hönnuði og haft það orð á okkur að vera það umhverfi sem íslenskir hönnuðir kjósa,“ segir Anna. „Nú verðum við að taka aðra stefnu og við verðum bara að taka þeirri áskorun, þótt við séum leið yfir því.“ Kraum yfirgefur húsið í vor og er leit þegar hafin að nýju húsnæði, sem Anna segir ekki beint liggja á lausu. Versluninni stendur þó að hennar sögn til boða húsnæði við Hverfisgötu þar sem Icelandair hyggst opna hótel í maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, og Þröstur Ólafsson, þáverandi formaður Minjaverndar, eftir uppbyggingu hússins árið 2007.Vísir/GVASamvinnan ekki kvödd „af því bara“ Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, vill takmarkað tjá sig um málið og segir ekki hefð fyrir því hjá stofnuninni að greina opinberlega frá samskiptum sínum við leigutaka. Hann neitar því þó að verið sé að hækka leiguna. „Það er allavega ekki búið að leigja neinum öðrum þetta hús,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er það satt að þessi góði rekstraraðili verður þarna ekki mikið lengur.“ Þorsteinn segir stofnunina ekki rifta leigusamningum að ástæðulausu, og það eigi ekki við í þessu tilviki. Húsið verði auglýst til leigu seinna í vikunni og það komi síðar í ljós hvaða starfsemi taki við af Kraum.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.Vísir/GVA„Þetta er aldrei með gleði gert og allra síst þarna,“ segir hann. „Okkur hefur þótt yfirbragð þessa rekstrar sem Kraum hefur haft í þessu góða húsi verið hið besta. Kraum var nú meira og minna stofnað fyrir okkar tilverknað, með sérstökum stuðningi Minjaverndar. Þannig að það er nú aldrei „af því bara“ sem menn kveðja slíka samvinnu.“ Anna María segist helst óttast það að svokölluð „Lundabúð“ verði rekin í húsnæðinu, sem hún segir að væri „skandall.“ „Við höfum skapað okkur sess í íslenskri hönnunarsögu á þessum stað,“ segir hún. „Ég veit að við eigum sess í hjarta mjög margra.“
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira