Nýr spítali án nemenda? Elísabet Brynjarsdóttir og Ragna Siguðardóttir og Elín Björnsdóttir skrifa 1. febrúar 2016 10:47 Í umræðunni um heilbrigðiskerfið undanfarið hefur bygging nýs spítala oft borið á góma. Staðsetning nýs spítala hefur verið rædd með tilliti til kostnaðar, aukins umferðarþunga, nýtingar gamalla bygginga og kostnaðar við óbreytt ástand. Það sem hefur hins vegar lítið verið rætt er mikilvægi tengsla Landspítalans við nemendur í Háskóla Íslands. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem gerð var á klínísku námi við Landspítala - Háskólasjúkrahús í haust voru aðeins 22% nemenda sammála því að aðstaða til verknáms væri við hæfi. Með aðstöðu er átt við alls kyns aðstöðu á spítalanum, allt frá búningsklefum nemenda til rýmis fyrir lyfjagjafir eða viðtöl við sjúklinga. Ófullnægjandi aðstaða er ekki aðeins vandamál í verknáminu því vandamálið teygir anga sína víðar. Sem dæmi má nefna að á fyrstu hæð og í kjallara Eirbergs, aðseturs Hjúkrunarfræðideildar, greinist myglusveppur. Starfsmenn Hjúkrunarfræðideildar eru sumir með einkenni sem talin eru tengjast myglusvepp og hafa kennarar flutt kennslu sína úr Eirbergi í annað húsnæði vegna þess. Einnig má nefna að þungmálmar mælast í kranavatni í þeim hluta Læknagarðs þar sem lagnir hafa ekki verið endurnýjaðar. Hluti Læknagarðs er auk þess enn óbyggður þar sem áform um stækkun húsnæðisins voru stöðvuð. Af öllum byggingum Háskóla Íslands er lengst síðan byggt hefur verið fyrir Heilbrigðisvísindasvið. Kennsla á Heilbrigðisvísindasviði fer fram í fjölmörgum byggingum en kjarnastarfsemi sviðsins fer fram í átta byggingum sem dreifðar eru um höfuðborgarsvæðið. Þessi dreifing er talin hækka rekstrarkostnað og kemur það niður á deildum sviðsins. Fjórar af sex deildum sviðsins eru reknar með tapi vegna vanfjármögnunar og nemendur finna fyrir afleiðingum þess daglega. Ein afleiðinganna er að nám einkennist af töluverðu flakki milli bygginga og á það sérstaklega við um þá nemendur sem stunda nám við smærri deildir. Á milli kennslustunda ferðast nemendur til að mynda frá miðbæ í Grafarholt. Þurfa þeir að gera það á 10 mínútum og er þannig óbeint gert ráð fyrir því að háskólanemar séu á bíl. Sú óbeina krafa er í senn óraunhæf, óumhverfisvæn og kostnaðarsöm. Nemendur smærri deilda sviðsins eiga sér þar að auki engan samastað. Það kemur niður á félagslífi þeirra og fækkar þar að auki tækifærum til samvinnu milli deilda, þverfaglegra rannsókna, nýsköpunar og teymisvinnu. Nemendur við Heilbrigðisvísindasvið búa við bráðan vanda hvað aðstöðu varðar. Ljóst er að byggja þarf nýjan spítala en sá spítali verður að innihalda aðstöðu fyrir nemendur. Endurreisn heilbrigðiskerfisins fæst ekki án fullnægjandi aðstöðu fyrir framtíðarstarfsmenn þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um heilbrigðiskerfið undanfarið hefur bygging nýs spítala oft borið á góma. Staðsetning nýs spítala hefur verið rædd með tilliti til kostnaðar, aukins umferðarþunga, nýtingar gamalla bygginga og kostnaðar við óbreytt ástand. Það sem hefur hins vegar lítið verið rætt er mikilvægi tengsla Landspítalans við nemendur í Háskóla Íslands. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem gerð var á klínísku námi við Landspítala - Háskólasjúkrahús í haust voru aðeins 22% nemenda sammála því að aðstaða til verknáms væri við hæfi. Með aðstöðu er átt við alls kyns aðstöðu á spítalanum, allt frá búningsklefum nemenda til rýmis fyrir lyfjagjafir eða viðtöl við sjúklinga. Ófullnægjandi aðstaða er ekki aðeins vandamál í verknáminu því vandamálið teygir anga sína víðar. Sem dæmi má nefna að á fyrstu hæð og í kjallara Eirbergs, aðseturs Hjúkrunarfræðideildar, greinist myglusveppur. Starfsmenn Hjúkrunarfræðideildar eru sumir með einkenni sem talin eru tengjast myglusvepp og hafa kennarar flutt kennslu sína úr Eirbergi í annað húsnæði vegna þess. Einnig má nefna að þungmálmar mælast í kranavatni í þeim hluta Læknagarðs þar sem lagnir hafa ekki verið endurnýjaðar. Hluti Læknagarðs er auk þess enn óbyggður þar sem áform um stækkun húsnæðisins voru stöðvuð. Af öllum byggingum Háskóla Íslands er lengst síðan byggt hefur verið fyrir Heilbrigðisvísindasvið. Kennsla á Heilbrigðisvísindasviði fer fram í fjölmörgum byggingum en kjarnastarfsemi sviðsins fer fram í átta byggingum sem dreifðar eru um höfuðborgarsvæðið. Þessi dreifing er talin hækka rekstrarkostnað og kemur það niður á deildum sviðsins. Fjórar af sex deildum sviðsins eru reknar með tapi vegna vanfjármögnunar og nemendur finna fyrir afleiðingum þess daglega. Ein afleiðinganna er að nám einkennist af töluverðu flakki milli bygginga og á það sérstaklega við um þá nemendur sem stunda nám við smærri deildir. Á milli kennslustunda ferðast nemendur til að mynda frá miðbæ í Grafarholt. Þurfa þeir að gera það á 10 mínútum og er þannig óbeint gert ráð fyrir því að háskólanemar séu á bíl. Sú óbeina krafa er í senn óraunhæf, óumhverfisvæn og kostnaðarsöm. Nemendur smærri deilda sviðsins eiga sér þar að auki engan samastað. Það kemur niður á félagslífi þeirra og fækkar þar að auki tækifærum til samvinnu milli deilda, þverfaglegra rannsókna, nýsköpunar og teymisvinnu. Nemendur við Heilbrigðisvísindasvið búa við bráðan vanda hvað aðstöðu varðar. Ljóst er að byggja þarf nýjan spítala en sá spítali verður að innihalda aðstöðu fyrir nemendur. Endurreisn heilbrigðiskerfisins fæst ekki án fullnægjandi aðstöðu fyrir framtíðarstarfsmenn þess.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar