Atli hættir við að endurheimta réttindin Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. febrúar 2016 10:03 Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru. Vísir/NFS Lögfræðingurinn Atli Helgason hefur dregið til baka beiðni sína um að fá lögmannsréttindi sín á ný. Hann var sviptur þeim ótímabundið þegar hann fékk 16 ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Sem kunnugt er fékk hann uppreist æru á dögunum og sótti í kjölfarið um lögmannsréttindi á nýjan leik. Málflutningur í málinu átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en ríkissaksóknari hafði lagst gegn því að Atli fengi réttindin aftur. Málflutningurinn fór hins vegar aldrei fram þar sem Atli lagði fram eftirfarandi bókun: „Sóknaraðili, Atli Helgason, telur að starfsréttindi hans sem lögmaður sé minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. Því hefur Atli afráðið að afturkalla, að svo stöddu, ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingar.“ Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, gerði engar athugasemdir og var málið látið niður falla. Mikil umræða spratt upp í þjóðfélaginu í kjölfar þess að út spurðist að Atli ætlaði að endurheima réttindin. Kom ákvörðunin fjölskyldu Einars Arnar í opna skjöldu og sagði Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar, að Atli hefði aldrei sýnt merki neinnar iðrunar. Tíðindin væru sem blaut tuska í andlit fjölskyldunnar. Tengdar fréttir Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Ákæruvaldið leggst gegn því að Atli fái lögmannsréttindi á ný Atli Helgason var sviptur lögmannsréttindum þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2001. 20. janúar 2016 15:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Lögfræðingurinn Atli Helgason hefur dregið til baka beiðni sína um að fá lögmannsréttindi sín á ný. Hann var sviptur þeim ótímabundið þegar hann fékk 16 ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Sem kunnugt er fékk hann uppreist æru á dögunum og sótti í kjölfarið um lögmannsréttindi á nýjan leik. Málflutningur í málinu átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en ríkissaksóknari hafði lagst gegn því að Atli fengi réttindin aftur. Málflutningurinn fór hins vegar aldrei fram þar sem Atli lagði fram eftirfarandi bókun: „Sóknaraðili, Atli Helgason, telur að starfsréttindi hans sem lögmaður sé minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. Því hefur Atli afráðið að afturkalla, að svo stöddu, ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingar.“ Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, gerði engar athugasemdir og var málið látið niður falla. Mikil umræða spratt upp í þjóðfélaginu í kjölfar þess að út spurðist að Atli ætlaði að endurheima réttindin. Kom ákvörðunin fjölskyldu Einars Arnar í opna skjöldu og sagði Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar, að Atli hefði aldrei sýnt merki neinnar iðrunar. Tíðindin væru sem blaut tuska í andlit fjölskyldunnar.
Tengdar fréttir Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Ákæruvaldið leggst gegn því að Atli fái lögmannsréttindi á ný Atli Helgason var sviptur lögmannsréttindum þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2001. 20. janúar 2016 15:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Ákæruvaldið leggst gegn því að Atli fái lögmannsréttindi á ný Atli Helgason var sviptur lögmannsréttindum þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2001. 20. janúar 2016 15:55