Kanna leiðir til að draga úr notkun plastpoka á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 1. febrúar 2016 07:00 Plast er orðið meiriháttar umhverfisvandamál. vísir/hari Nýr hópur sem Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stofnaði hefur það hlutverk að móta aðgerðir um hvernig draga megi úr notkun plastpoka hérlendis. Áætlað er að árlega noti Íslendingar um 70 milljónir plastpoka sem jafngildir rúmlega 200 plastpokum á mann. Starfshópurinn skal hafa að markmiði að dregið verði úr notkun burðarplastpoka í áföngum þannig að þeir verði 90 plastpokar á einstakling fyrir árslok 2019 og 40 plastpokar fyrir árslok 2025. Hópurinn mun í starfi sínu horfa til þingsályktunar Alþingis frá júlí sl. um að draga úr plastpokanotkun, breytinga á EES-samningnum vegna plastpokanotkunar og tillögu Umhverfisstofnunar um hvernig draga megi úr plastpokanotkun hér á landi. Hópurinn skal jafnframt leggja mat á hvort og þá hvaða stjórntæki gætu gagnast við að ná markmiðinu, s.s. notkun hagrænna hvata til grænnar nýsköpunar í plastiðnaði, skattlagning plastpoka, bann við notkun plastpoka að einhverju eða öllu leyti og niðurgreiðslur á umbúðum sem gætu komið í stað plastpoka. Starfshópnum ber enn fremur að skoða hvað getur komið í staðinn fyrir plastpoka, aðgang almennings og atvinnulífs að leiðum sem geta bætt hringrásarkerfi sem og að meta hugsanleg kostnaðaráhrif þeirra aðgerða sem lagðar verða til. Starfshópnum er ætlað að hafa samráð við haghafa, s.s. Neytendasamtökin, fulltrúa lágvöruverslana, fulltrúa gámaþjónustuaðila og sorpsamlaga. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili skýrslu til ráðherra með tillögum að aðgerðum eigi síðar en 15. júní 2016. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Nýr hópur sem Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stofnaði hefur það hlutverk að móta aðgerðir um hvernig draga megi úr notkun plastpoka hérlendis. Áætlað er að árlega noti Íslendingar um 70 milljónir plastpoka sem jafngildir rúmlega 200 plastpokum á mann. Starfshópurinn skal hafa að markmiði að dregið verði úr notkun burðarplastpoka í áföngum þannig að þeir verði 90 plastpokar á einstakling fyrir árslok 2019 og 40 plastpokar fyrir árslok 2025. Hópurinn mun í starfi sínu horfa til þingsályktunar Alþingis frá júlí sl. um að draga úr plastpokanotkun, breytinga á EES-samningnum vegna plastpokanotkunar og tillögu Umhverfisstofnunar um hvernig draga megi úr plastpokanotkun hér á landi. Hópurinn skal jafnframt leggja mat á hvort og þá hvaða stjórntæki gætu gagnast við að ná markmiðinu, s.s. notkun hagrænna hvata til grænnar nýsköpunar í plastiðnaði, skattlagning plastpoka, bann við notkun plastpoka að einhverju eða öllu leyti og niðurgreiðslur á umbúðum sem gætu komið í stað plastpoka. Starfshópnum ber enn fremur að skoða hvað getur komið í staðinn fyrir plastpoka, aðgang almennings og atvinnulífs að leiðum sem geta bætt hringrásarkerfi sem og að meta hugsanleg kostnaðaráhrif þeirra aðgerða sem lagðar verða til. Starfshópnum er ætlað að hafa samráð við haghafa, s.s. Neytendasamtökin, fulltrúa lágvöruverslana, fulltrúa gámaþjónustuaðila og sorpsamlaga. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili skýrslu til ráðherra með tillögum að aðgerðum eigi síðar en 15. júní 2016.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira