Erlent

Stórveldin vilja senda vopn til Líbíu

Frá ráðherrafundinum.
Frá ráðherrafundinum. vísir/epa
Bandaríkin og önnur stórveldi segjast reiðubúin til þess  að senda bráðabirgðastjórninni í Líbíu vopn og önnur hergögn til þess að takast á við vígasveitir þar í landi sem kenna sig við íslamskt ríki. Stjórnvöld í Líbíu segja tímaspursmál hvenær hryðjuverkasamtökin nái yfirráðum, verði ekkert að gert. BBC greinir frá.

 

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á ráðherrafundi í Vín í dag að íslamska ríkið sé ný ógn og að mikilvægt sé að samtökin verði stöðvuð. Bandaríkin muni því styðja það að vopnaflutningabanni til Líbíu verði aflétt. Undir þetta tóku fleiri ríki.

Líbíustjórn þarf nú að útbúa lista yfir þau vopn sem þau þurfa á að halda sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þarf svo að samþykkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×