Erlent

Fjórir meðlimir breskrar hrekkjasíðu á YouTube dæmdir fyrir göbb sín

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr einu hrekkjamyndbandi Trollstation.
Úr einu hrekkjamyndbandi Trollstation.
Fjórir meðlimir hins breska Trollstation-hóps hafa verið dæmdir í tengslum við „þykjustu“ innbrot og mannrán.

Meðlimir Trollstation hafa öðlast frægð í Bretlandi fyrir hrekki sem þeir birta á YouTube.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem meðlimir hópsins komast í kast við lögin en einn þeirra var handtekinn í mars í kjölfar sprengjugabbs frá hópnum. Þá hefur hópurinn meðal annars þóst ræna London National Portrait Gallery og þykjustu mannrán á Tate safninu.

„Það má vel vera að meðlimum hópsins þyki þessir hhrekkir smávægilegir en þeir hafa valdið ruglingi og hræðslu meðal almennings. Fólk ætti að getað lifað sínu daglega lífi án þess að þurfa að hafa áhyggjur af hrekkjumsem þessum,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í London til BBC.

Sá meðlimur sem hlaut lengstan dóm þarf að sitja inni í tuttugu vikur en tveir þeirra fengu átján vikna dóm. Síðasti fjórmenningurinn hlaut sextán vikna dóm.

Hér fyrir neðan má sjá hrekkinn af Tate safninu sem mennirnir hlutu dóm fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×