Bjóst nú alltaf við að þetta yrði flott en þetta kom skemmtilega á óvart Guðrún Ansnes skrifar 10. mars 2016 11:30 Eygló segist minnst hafa gert, þau Erla og Kristján hafi séð um stærsta hlutann. Vísir/Anton Brink Dáldið skrítið því ég hef aldrei áður tekið þátt í svona tískusýningu. Gaman að taka þátt í sýningum og hitta fólk,“ svarar Kristján Ellert Arason sem í slagtogi við Erlu Björk Sigmundsdóttur og Eygló Margréti Lárusdóttir hefur unnið að tveimur kjólum sem frumsýndir voru á Hlemmur Square í gærkvöldi. Um ræðir sýninguna Leið 10, þar sem List án landamæra varpar ljósi á samstarf milli hönnuða og fatlaðs listafólks og þannig verið að undirstrika að list fatlaðra eigi að vera sjálfsagður hlutur af menningu landsins. Framkvæmd verkefnisins var með þeim hætti að fjögur teymi voru mynduð, sem unnu með ólík sérsvið á borð við upplifunarhönnun, grafíska hönnun, vöruhönnun og fatahönnun. Auk þríeykisins taka þau Attikatti, Ragnar Vilberg Bragason, Helga Björg Jónasardóttir, Atli Viðar Engilbertsson, Mundi Vondi og Sindri Ploder þátt í sýningunni. Sáu þau Erla Björk, sem jafnframt er listamaður hátíðarinnar, og Kristján um að sauma út í efni sem fatahönnuðurinn Eygló sendi þeim á Sólheima. „Þau gerðu mestu vinnuna,“ bendir Eygló á og heldur áfram: „Þau höfðu algjörlega frjálsar hendur og sáu um að sauma út í efnið sem ég svo setti á kjólana. Þetta samstarf var furðu auðvelt, ég bjóst við að þetta yrði flott en útkoman kom mér samt mjög skemmtilega á óvart. Það er sannur heiður að fá að vinna með þessum listamönnum.“Listamennirnir Erla Björk og Kristján Ellert eru fagmenn fram í fingurgóma.Eygló segir þau Erlu og Kristján vinna á ólíkan hátt, þó þau saumi bæði út. „Vanalega vinn ég bara fyrir sjálfa mig svo það var mjög skemmtilegt að taka einhvern aðeins annan pól í það sem maður er að gera. Ég hafði aldrei hitt þau og vissi í raun ekkert út í hvað ég var að fara. Þau tóku tvær til þrjár vikur í þetta og ég er mjög ánægð með samstarfið.“ Þau Kristján og Erla Björk taka í sama streng og samsinna bæði er þau eru spurð um hvort samstarfið hafi gengið vel. Þau eru svo sem engir aukvisar þegar kemur að saumaskap og hafa lengi vel mundað nálarnar. „Ég hef alltaf verið dugleg að sauma og sauma myndir líka,“ segir Erla og viðurkennir að henni þyki mjög gaman að vera titluð listamaður hátíðarinnar. „Líður vel og finnst það gaman.“ Aðspurður hvort hann, líkt og Erla Björk, hafi alltaf verið öflugur við saumaskapinn svarar Kristján hógværðin uppmáluð: „Ég get ekki dæmt um það, aðrir verða að dæma um það.“ En bætir svo við að allan sinn innblástur sæki hann í tónlistina, enda mikill tónlistarunnandi. Skyldu þau áætla frekari umsvif innan hönnunarbransans með Eygló? „Nei, ég býst ekki við því,“ svarar Kristján að lokum, býsna ánægður með árangurinn að svo stöddu. Tengdar fréttir Óttast um klósettslys á Hönnunarmars Skólpkerfi Vonarstrætis 4b, þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa, er við það að gefa sig og starfsfólk hefur fjórum sinnum þurft að kalla til sérfræðinga. 9. mars 2016 15:12 "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Hlín Reykdal opnar nýja verslun út á Granda með breitt vöruúrval. 8. mars 2016 14:30 Magnea kynnir nýja línu Fatamerkið MAGNEA kynnir nýja línu á HönnunarMars í Dansverkstæðinu við Skúlagötu á laugardaginn. 8. mars 2016 15:00 Bættu bara við hita og vatni Úr viðjum víðis er verkefni eftir nemendur á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir sjö umbreyttu víði á margs konar máta og sýna afraksturinn á sýningu sem verður opnuð á morgun. 9. mars 2016 10:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Dáldið skrítið því ég hef aldrei áður tekið þátt í svona tískusýningu. Gaman að taka þátt í sýningum og hitta fólk,“ svarar Kristján Ellert Arason sem í slagtogi við Erlu Björk Sigmundsdóttur og Eygló Margréti Lárusdóttir hefur unnið að tveimur kjólum sem frumsýndir voru á Hlemmur Square í gærkvöldi. Um ræðir sýninguna Leið 10, þar sem List án landamæra varpar ljósi á samstarf milli hönnuða og fatlaðs listafólks og þannig verið að undirstrika að list fatlaðra eigi að vera sjálfsagður hlutur af menningu landsins. Framkvæmd verkefnisins var með þeim hætti að fjögur teymi voru mynduð, sem unnu með ólík sérsvið á borð við upplifunarhönnun, grafíska hönnun, vöruhönnun og fatahönnun. Auk þríeykisins taka þau Attikatti, Ragnar Vilberg Bragason, Helga Björg Jónasardóttir, Atli Viðar Engilbertsson, Mundi Vondi og Sindri Ploder þátt í sýningunni. Sáu þau Erla Björk, sem jafnframt er listamaður hátíðarinnar, og Kristján um að sauma út í efni sem fatahönnuðurinn Eygló sendi þeim á Sólheima. „Þau gerðu mestu vinnuna,“ bendir Eygló á og heldur áfram: „Þau höfðu algjörlega frjálsar hendur og sáu um að sauma út í efnið sem ég svo setti á kjólana. Þetta samstarf var furðu auðvelt, ég bjóst við að þetta yrði flott en útkoman kom mér samt mjög skemmtilega á óvart. Það er sannur heiður að fá að vinna með þessum listamönnum.“Listamennirnir Erla Björk og Kristján Ellert eru fagmenn fram í fingurgóma.Eygló segir þau Erlu og Kristján vinna á ólíkan hátt, þó þau saumi bæði út. „Vanalega vinn ég bara fyrir sjálfa mig svo það var mjög skemmtilegt að taka einhvern aðeins annan pól í það sem maður er að gera. Ég hafði aldrei hitt þau og vissi í raun ekkert út í hvað ég var að fara. Þau tóku tvær til þrjár vikur í þetta og ég er mjög ánægð með samstarfið.“ Þau Kristján og Erla Björk taka í sama streng og samsinna bæði er þau eru spurð um hvort samstarfið hafi gengið vel. Þau eru svo sem engir aukvisar þegar kemur að saumaskap og hafa lengi vel mundað nálarnar. „Ég hef alltaf verið dugleg að sauma og sauma myndir líka,“ segir Erla og viðurkennir að henni þyki mjög gaman að vera titluð listamaður hátíðarinnar. „Líður vel og finnst það gaman.“ Aðspurður hvort hann, líkt og Erla Björk, hafi alltaf verið öflugur við saumaskapinn svarar Kristján hógværðin uppmáluð: „Ég get ekki dæmt um það, aðrir verða að dæma um það.“ En bætir svo við að allan sinn innblástur sæki hann í tónlistina, enda mikill tónlistarunnandi. Skyldu þau áætla frekari umsvif innan hönnunarbransans með Eygló? „Nei, ég býst ekki við því,“ svarar Kristján að lokum, býsna ánægður með árangurinn að svo stöddu.
Tengdar fréttir Óttast um klósettslys á Hönnunarmars Skólpkerfi Vonarstrætis 4b, þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa, er við það að gefa sig og starfsfólk hefur fjórum sinnum þurft að kalla til sérfræðinga. 9. mars 2016 15:12 "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Hlín Reykdal opnar nýja verslun út á Granda með breitt vöruúrval. 8. mars 2016 14:30 Magnea kynnir nýja línu Fatamerkið MAGNEA kynnir nýja línu á HönnunarMars í Dansverkstæðinu við Skúlagötu á laugardaginn. 8. mars 2016 15:00 Bættu bara við hita og vatni Úr viðjum víðis er verkefni eftir nemendur á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir sjö umbreyttu víði á margs konar máta og sýna afraksturinn á sýningu sem verður opnuð á morgun. 9. mars 2016 10:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Óttast um klósettslys á Hönnunarmars Skólpkerfi Vonarstrætis 4b, þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa, er við það að gefa sig og starfsfólk hefur fjórum sinnum þurft að kalla til sérfræðinga. 9. mars 2016 15:12
"Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Hlín Reykdal opnar nýja verslun út á Granda með breitt vöruúrval. 8. mars 2016 14:30
Magnea kynnir nýja línu Fatamerkið MAGNEA kynnir nýja línu á HönnunarMars í Dansverkstæðinu við Skúlagötu á laugardaginn. 8. mars 2016 15:00
Bættu bara við hita og vatni Úr viðjum víðis er verkefni eftir nemendur á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir sjö umbreyttu víði á margs konar máta og sýna afraksturinn á sýningu sem verður opnuð á morgun. 9. mars 2016 10:00