Erlent

Reyndi að ræna leigubílsstjóra með lögregluþjón í næsta bíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónninn tók eftir því að leigubílnum var ekki ekið yfir gatnamót á grænu ljósi og athugaði hvers vegna.
Lögregluþjónninn tók eftir því að leigubílnum var ekki ekið yfir gatnamót á grænu ljósi og athugaði hvers vegna.
Vopnaður maður reyndi að ræna leigubílsstjóra í Bandaríkjunum á rauðu ljósi á dögunum, án þess að horfa fyrst í kringum sig. Í bílnum fyrir aftan leigubílnum sat lögregluþjónn sem kom leigubílsstjóranum til hjálpar. Atvikið náðist á myndband.

Í samtali við héraðsmiðilinn WFMZ sagði lögregluþjónnin Terry Ely að hann hefði gengið að leigubílnum til að athuga hvers vegna hann fór ekki af stað þegar ljósið varð grænt. Hann hafði ekki orið var við ránið.

Victor Martinez-Herrer hafði þá miðað byssu á Ralph Valletta og heimtað alla peninga hans. Hann myndi skjóta ef hann fengi ekki peninga. Leigubílsstjórinn rétti ræningjanum ellefu dali sem hann var með í vasanum. Tæpar 1.500 krónur.

Á meðan Ely gekk að leigubílnum reyndi hann að átta sig á því hvað væri að gerast og heyrði leigubílsstjórann biðja ræningjann um að skjóta sig ekki. Þetta er í þriðja sinn sem vopnaður maður rænir Valletta þar sem hann ekur leigubíl.

Myndbandið hér að neðan sýnir vel hve ánægður Valletta var með björgunina.

video platformvideo managementvideo solutionsvideo player



Fleiri fréttir

Sjá meira


×