Enski boltinn

City þarf að greiða 75 prósent af launum Hart fari hann á lán

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hart er líklega á förum frá CIty.
Hart er líklega á förum frá CIty. vísir/getty
Manchester City mun líklega þurfa greiða 75 prósent af launum Joe Hart fari hann á láni frá félaginu fyrir lok félagaskiptagluggans.

Claudio Bravo verður í rammanum hjá City á tímabilinu en hann gekk í raðir City frá Barcelona í vikunni.

Joe Hart er með 120 þúsund pund á viku í laun en David Moyes, knattspyrnustjóri Sunderland, vill ólmur frá Hart í markið. Sunderland getur greitt Hart 30 þúsund pund á viku í laun og verður City því að sjá um rest.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, ætlar sér að nota Bravo markinu í vetur og verður líklega lítið að gera hjá Joe Hart, sem er landsliðsmarkvörður Englendinga. Hann þarf því að öllum líkindum að finna sér nýtt félag, ætli hann sér að vera áfram landsliðsmarkvörður Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×