Kröftug verk úr katalónskum pappír Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 10:15 "Ég vil halda lífinu í pappírnum. Því sker ég ekki kanta eða neitt svoleiðis,“ segir Gunnar. Mynd/Auðunn Pappírinn er alviðkvæmasta efnið sem ég hef unnið með en reyni að gæða verkin þunga og krafti með öflugum formum. Þannig tefli ég saman andstæðum,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, myndlistarmaður á Akureyri, sem opnar sýninguna Formsins vegna í Listasafninu á Akureyri klukkan 15 í dag.Myndlistarferill Gunnars spannar þrjátíu ár. Hann hefur víða komið við, teiknað biksvartar blýsólir, steypt skúlptúra og logskorið stálblóm. Nú vinnur hann úr handunnum pappír frá Katalóníu. „Ég vil halda lífinu í pappírnum. Því sker ég ekki kanta eða neitt svoleiðis,“ segir hann og lýsir verkefnunum eftir föngum gegnum símann. „Skúlptúrarnir eru í mörgum lögum og þegar horft er inn í hliðarnar á þeim er hægt að ímynda sér að efnið sé blýþungt – steinn eða stál. Það er tilfinningin sem ég er að framkalla með þessum verkum. Stærsti skúlptúrinn er þriggja metra langur og einn og sextíu á breidd. Hann verður strengdur á vír milli tveggja stoða.“ Gunnar kveðst mála pappírinn en hvernig fékk hann þá hugmynd að skapa svona sterkleg verk úr honum?„Þegar maður fær eitthvert efni upp í hendurnar þá verður maður að búa til eitthvað úr því. Hausinn er sífellt í því starfi, hægra heilahvelið, það er mjög erfitt að fara inn á vinstri hliðina! Hvar sem maður gengur er maður sífellt að detta inn á eitthvað sem kveikir hugmyndir.“ Hann kveðst þó alls ekki hafa yfirgefið steypuna og stálið, það muni fylgja honum áfram. Lýsir því hvernig hann lærði að skera mót út úr einangrunarplasti með hitaþræði árið 2007 og steypa svo í þau mót. Áður hafði hann kynnst stálinu. „Ég lærði járnsmíði þegar ég var ungur og vann aðeins í Slippnum. Þar er áratugagömul skurðarvél sem sker hnausþykkt járn, jafnvel tíu til tólf sentimetra þykkar plötur og kanturinn sem eldurinn fer í verður eins og veðurbarið grjót, mér finnst það svo flott, þá er ekkert verksmiðjulag á því. En nú er ég bara með pappírinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. ágúst. Menning Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Pappírinn er alviðkvæmasta efnið sem ég hef unnið með en reyni að gæða verkin þunga og krafti með öflugum formum. Þannig tefli ég saman andstæðum,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, myndlistarmaður á Akureyri, sem opnar sýninguna Formsins vegna í Listasafninu á Akureyri klukkan 15 í dag.Myndlistarferill Gunnars spannar þrjátíu ár. Hann hefur víða komið við, teiknað biksvartar blýsólir, steypt skúlptúra og logskorið stálblóm. Nú vinnur hann úr handunnum pappír frá Katalóníu. „Ég vil halda lífinu í pappírnum. Því sker ég ekki kanta eða neitt svoleiðis,“ segir hann og lýsir verkefnunum eftir föngum gegnum símann. „Skúlptúrarnir eru í mörgum lögum og þegar horft er inn í hliðarnar á þeim er hægt að ímynda sér að efnið sé blýþungt – steinn eða stál. Það er tilfinningin sem ég er að framkalla með þessum verkum. Stærsti skúlptúrinn er þriggja metra langur og einn og sextíu á breidd. Hann verður strengdur á vír milli tveggja stoða.“ Gunnar kveðst mála pappírinn en hvernig fékk hann þá hugmynd að skapa svona sterkleg verk úr honum?„Þegar maður fær eitthvert efni upp í hendurnar þá verður maður að búa til eitthvað úr því. Hausinn er sífellt í því starfi, hægra heilahvelið, það er mjög erfitt að fara inn á vinstri hliðina! Hvar sem maður gengur er maður sífellt að detta inn á eitthvað sem kveikir hugmyndir.“ Hann kveðst þó alls ekki hafa yfirgefið steypuna og stálið, það muni fylgja honum áfram. Lýsir því hvernig hann lærði að skera mót út úr einangrunarplasti með hitaþræði árið 2007 og steypa svo í þau mót. Áður hafði hann kynnst stálinu. „Ég lærði járnsmíði þegar ég var ungur og vann aðeins í Slippnum. Þar er áratugagömul skurðarvél sem sker hnausþykkt járn, jafnvel tíu til tólf sentimetra þykkar plötur og kanturinn sem eldurinn fer í verður eins og veðurbarið grjót, mér finnst það svo flott, þá er ekkert verksmiðjulag á því. En nú er ég bara með pappírinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. ágúst.
Menning Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira