Vill njóta lífsins meðan þrek hans varir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. júní 2016 07:00 Friðrik Guðmundsson hefur staðið í baráttu við Reykjanesbæ og vill komast aftur til bróður síns á sambýli í Lyngmóum. vísir/vilhelm Friðrik Guðmundsson dvelur á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi gegn vilja sínum. Hann býr á sambýli í Reykjanesbæ ásamt bróður sínum og þriðja manni en hefur verið vistaður á spítalanum frá 27. mars. Bræðurnir eru með sjaldgæfan erfðasjúkdóm, DMD, sem leggst á alla vöðva líkamans og ágerist með aldrinum. Friðrik var fluttur á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa farið í hjartastopp á sambýlinu. Síðan hefur hann legið á lungnadeildinni vegna þess að á sambýlinu er aðeins einn starfsmaður á vakt yfir nótt. „Starfsfólk sambýlisins treystir sér ekki til að taka við mér vegna manneklu. Það vantar eitt stöðugildi í viðbót,“ segir Friðrik, sem hefur barist síðustu vikur fyrir því að fá þá þjónustu sem hann þarf á sambýlinu. Friðrik sendi erindi til Reykjanesbæjar. Í því lýsir hann þeirri ósk sinni að bætt sé við stöðugildi á sambýlinu svo hann komist heim. Hann fékk þau svör nýverið að bæjaryfirvöld ætluðu að afla sér upplýsinga í öðrum sveitarfélögum um hvernig þessum málum væri háttað. „Í svarinu kemur ekkert fram um framtíð mína,“ segir Friðrik. „Ég vil lifa lífinu áfram eins lengi og ég get. Hér get ég ekki gert það,“ segir hann en lofar þó starfsfólk á deild A6 sem leggi sig fram við að gera honum lífið þolanlegt. Tveir þingmenn hafa reynt að leggja Friðriki lið. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Fjallað var um baráttu Friðriks og afskipti þingmanna í DV. „Ég var að heyra frá Ásmundi og hann er að fara á fund í Reykjanesbæ á fimmtudaginn,“ segir Friðrik.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Friðrik Guðmundsson dvelur á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi gegn vilja sínum. Hann býr á sambýli í Reykjanesbæ ásamt bróður sínum og þriðja manni en hefur verið vistaður á spítalanum frá 27. mars. Bræðurnir eru með sjaldgæfan erfðasjúkdóm, DMD, sem leggst á alla vöðva líkamans og ágerist með aldrinum. Friðrik var fluttur á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa farið í hjartastopp á sambýlinu. Síðan hefur hann legið á lungnadeildinni vegna þess að á sambýlinu er aðeins einn starfsmaður á vakt yfir nótt. „Starfsfólk sambýlisins treystir sér ekki til að taka við mér vegna manneklu. Það vantar eitt stöðugildi í viðbót,“ segir Friðrik, sem hefur barist síðustu vikur fyrir því að fá þá þjónustu sem hann þarf á sambýlinu. Friðrik sendi erindi til Reykjanesbæjar. Í því lýsir hann þeirri ósk sinni að bætt sé við stöðugildi á sambýlinu svo hann komist heim. Hann fékk þau svör nýverið að bæjaryfirvöld ætluðu að afla sér upplýsinga í öðrum sveitarfélögum um hvernig þessum málum væri háttað. „Í svarinu kemur ekkert fram um framtíð mína,“ segir Friðrik. „Ég vil lifa lífinu áfram eins lengi og ég get. Hér get ég ekki gert það,“ segir hann en lofar þó starfsfólk á deild A6 sem leggi sig fram við að gera honum lífið þolanlegt. Tveir þingmenn hafa reynt að leggja Friðriki lið. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Fjallað var um baráttu Friðriks og afskipti þingmanna í DV. „Ég var að heyra frá Ásmundi og hann er að fara á fund í Reykjanesbæ á fimmtudaginn,“ segir Friðrik.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira