Erlent

Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Recep Tayyip Redogan, forseti Tyrklands. )
Recep Tayyip Redogan, forseti Tyrklands. ) Vísir/EPA
Wikileaks hefur gert tæplega þrjúhundruð þúsund tölvupósta frá Réttlætis- og uppbyggingarflokknum, AKP, í Tyrklandi aðgengilega á netinu. Flokkurinn er í meirihluta á tyrkneska þinginu og hið pólitíska afl á bakvið forseta landsins Recep Tayyip Erdogan.

Tyrkland hefur verið í brennidepli frá því um helgina þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán í landinu á meðan forsetinn var í burtu í fríi. Valdaránið misheppnaðist og hafa stjórnvöld tekið að fangelsa kennara og fulltrúa dómsvalds auk mörg þúsund hermanna sem taldir eru tengjast uppreisnarmönnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Wikileaks er aðeins um fyrsta hluta tölvupóstana að ræða sem gerðir verða aðgengilegir hinum almenna borgara en póstarnir tilheyra flokksmönnum sem byrja á stöfum frá a til i í stafrófinu. Wikileaks komst yfir efnið um viku fyrir hið misheppnaða valdarán hluta tyrkneska hersins.

Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. Samtökin segjast hafa gengið úr skugga um að bæði efnið sé sannanlega frá hinum tyrkneska stjórnmálaflokki og að heimildarmaðurinn sé sá sem hann segist vera. Er sérstaklega tekið fram að heimildarmaðurinn tengist ekki þeim sem stóðu að valdaráninu eða flokki í stjórnarandstöðu í Tyrklandi.

Elsti pósturinn er frá árinu 2010 en sá nýjasti frá því 6. júlí á þessu ári.

Hér er hægt að leita í gagnagrunni Wikileaks í póstum flokksmanna.


Tengdar fréttir

Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi

Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv

Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð

Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×