Erlent

Úrhellisrigningar er þörf

Birta Björnsdóttir skrifar
Yfirvöld í Kanada óttast að svæði eyðileggingarinnar eigi eftir að tvöfaldast á næsta sólarhringnum en nú þegar hefur eldurinn breiðst yfir svæði sem samsvarar stærð New York borgar í Bandaríkjunum.

Ljóst er að tjónið er gríðarlegt, en á meðfylgjandi myndbandi úr öryggismyndavél má glöggt sjá hvernig heimili verður eldinum að bráð.

Á annað þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn með þyrlur og flugvélar í tuga og hundraðatali sér til fulltingis. Ljóst er að það muni þó ekki duga til, eldurinn haldi áfram að breiðast út yfir þurrt svæðið þar til byrjar að rigna.

Útlit er fyrir úrkomu á svæðinu á morgun en óttast er að hún verði ekki nógu mikil til að hjálpa til við baráttuna við eldhafið. Úrhellisrigningar sé þörf en ekki er útlit fyrir slíka ofankomu á næstunni.

Óttast er um olíuvinnslustöðvar á svæðinu en komist eldur í þær ser margra ferkílómetra svæði í stórhættu vegna mögulegra sprenginga.

Ljóst er þó að um 80 þúsund íbúar Fort McMurray munu ekki geta snúið aftur á næstunni. Þar að auki eru fjölmargir sem eiga ekkert til að snúa aftur til en þúsundir heimila og fyrirtækja eru rústir einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×