Erlent

Þremur blaðamönnum sleppt úr haldi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Antonio Pampliega, Jose Manuel Lopez og Angel Sastre.
Antonio Pampliega, Jose Manuel Lopez og Angel Sastre. vísir/afp
Þrír spænskir blaðamenn sem hafa verið í haldi í Sýrlandi síðastliðna tíu mánuði hafa verið látnir lausir og halda heim á leið á næstu dögum. Þeir eru nú staddir í Tyrklandi þaðan sem þeir fara aftur til Spánar.

Mennirnir þrír voru látnir lausir eftir milligöngu yfirvalda í Tyrklandi og Katar. Þeir eru allir heilir á húfi.

Ekki er vitað hverjir tóku mennina, þá Antonio Pampliega, Jose Manuel Lopez og Angel Sastre, gíslingu, að sögn spænskra stjórnvalda. Þeim var rænt í júlí í fyrra þegar þeir voru við störf í Aleppo í Sýrlandi. Hluti Aleppo er undir yfirráðum vígamanna í hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Fimm daga vopnahlé er nú í gildi í Aleppo. Harðir bardagar hafa geisað í borginni undanfarnar tvær vikur og hafa hátt í þrjú hundruð manns fallið í valinn á þeim tíma. Alls hafa tæplega þrjú hundruð þúsund manns látið lífið frá því að borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi fyrir fimm árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×