Múslimi kosinn sem borgarstjóri í London Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. maí 2016 07:00 Sadiq Khan vann fyrstu umferð borgarstjórnarkosninganna í Lundúnum. Í frétt Sky segir að tölfræðilega ómögulegt sé fyrir Khan að tapa seinni umferðinni. Khan, sem er frambjóðandi Verkamannaflokksins, bar sigurorð af Zac Goldsmith, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Khan fékk 44 prósent atkvæða og Goldsmith 35. Kosið var í fjölda sveitarfélaga í Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn var sigursælastur og Íhaldsflokkurinn var í öðru sæti. Frjálslyndir demókratar og þjóðernisflokkurinn UKIP sóttu einnig nokkuð á. Reiknað var með að Verkamannaflokkurinn fengi slæma útreið í kosningunum sem yrði prófsteinn á stöðu Jeremy Corbyn. Stjórnmálaskýrendur telja að Corbyn hafi rétt sloppið fyrir horn eftir góðan árangur flokksins í London og Wales þó að hann hafi goldið afhroð í Skotlandi.Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins fagnaði sigri í gær þó að flokkurinn hafi misst meirihluta á þinginu.vísir/gettyÞá var kosið til þjóðþinga í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi. Skoski þjóðarflokkurinn missti meirihluta sinn á þinginu þrátt fyrir yfirburðasigur. Flokkurinn er einungis tveimur þingsætum frá meirihluta. Ljóst er að flokkurinn mun halda áfram að fara með stjórnartaumana í Skotlandi. Reiknað var með að flokkurinn myndi freista þess að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands aftur á dagskrá en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, fór hljótt með það loforð í sigurræðu sinni þegar ljóst var að þjóðarflokkurinn hafði misst meirihluta sinn. Í Wales vann Verkamannaflokkurinn yfirburðasigur, tveimur sætum frá hreinum meirihluta. Þá þóttu það tíðindi að UKIP fékk sjö menn kjörna. Þegar þessi frétt var skrifuð var enn verið að telja atkvæði í kosningum um norður-írska þingið og of snemmt að tilgreina sigurvegara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Sadiq Khan vann fyrstu umferð borgarstjórnarkosninganna í Lundúnum. Í frétt Sky segir að tölfræðilega ómögulegt sé fyrir Khan að tapa seinni umferðinni. Khan, sem er frambjóðandi Verkamannaflokksins, bar sigurorð af Zac Goldsmith, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Khan fékk 44 prósent atkvæða og Goldsmith 35. Kosið var í fjölda sveitarfélaga í Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn var sigursælastur og Íhaldsflokkurinn var í öðru sæti. Frjálslyndir demókratar og þjóðernisflokkurinn UKIP sóttu einnig nokkuð á. Reiknað var með að Verkamannaflokkurinn fengi slæma útreið í kosningunum sem yrði prófsteinn á stöðu Jeremy Corbyn. Stjórnmálaskýrendur telja að Corbyn hafi rétt sloppið fyrir horn eftir góðan árangur flokksins í London og Wales þó að hann hafi goldið afhroð í Skotlandi.Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins fagnaði sigri í gær þó að flokkurinn hafi misst meirihluta á þinginu.vísir/gettyÞá var kosið til þjóðþinga í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi. Skoski þjóðarflokkurinn missti meirihluta sinn á þinginu þrátt fyrir yfirburðasigur. Flokkurinn er einungis tveimur þingsætum frá meirihluta. Ljóst er að flokkurinn mun halda áfram að fara með stjórnartaumana í Skotlandi. Reiknað var með að flokkurinn myndi freista þess að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands aftur á dagskrá en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, fór hljótt með það loforð í sigurræðu sinni þegar ljóst var að þjóðarflokkurinn hafði misst meirihluta sinn. Í Wales vann Verkamannaflokkurinn yfirburðasigur, tveimur sætum frá hreinum meirihluta. Þá þóttu það tíðindi að UKIP fékk sjö menn kjörna. Þegar þessi frétt var skrifuð var enn verið að telja atkvæði í kosningum um norður-írska þingið og of snemmt að tilgreina sigurvegara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira