Michelle Obama kölluð „api á hælum“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 16:39 Fordómafull ummæli í garð forsetafrúar Bandaríkjanna hafa vakið mikla hneykslan vestanhafs. Vísir/Getty „Það verður hressandi að sjá siðfágaða, fallega og tignarlega forsetafrú í Hvíta húsinu. Ég er þreytt á að sjá apa á hælum.“ Svo hljóðar Facebook færsla konu að nafni Pamela Ramsey Taylor. Taylor rekur góðgerðarsamtök í Clay County í Vestur Virginíu. Það eru þó ekki fordómafull ummæli Taylor í garð forsetafrúarinnar sem hafa vakið hvað mesta hneykslan vestanhafs, heldur ummæli bæjarstjóra Clay, Beverly Whaling, við færsluna. „Bjargaðir deginum mínum Pam,“ skrifar Whaling. Um 491 íbúi býr í Clay og enginn af þeim er svartur, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2010. Um 98% af 9000 íbúum Clay sýslu eru hvítir.85 þúsund manns krefjast brottreksturs Færsla Taylor hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli fjölmiðla. Undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir brottrekstri bæði Whaling og Taylor hefur nú þegar náð 85 þúsund undirskriftum. Whaling, sem eyddi færslunni á mánudag, sagði við fréttastofu WSAZ, að hún viðurkenndi að ummælin gætu þótt fordómafull, en hafi ekki verið ætluð á þann hátt. Hún segist hafa verið að tjá persónulega skoðun sína á fegurð, sem kæmi húðlit ekki við. Hún segist íhuga málsókn vegna ærumeiðinga. Taylor rekur The Clay County Development group, sem er að hluta til fjármagnaður með ríkisstyrkjum. Samtökin þjónusta eldri borgara og láglaunafólk.Þá hefur Whaling einnig tjáð sig við fjölmiðla og segir ummæli sín ekki hafa átt að vera fordómafull. Hún baðst einnig afsökunar á að hafa farið fram úr sér. „Ég átti við að deginum hefði verið bjargað með breytingum í Hvíta húsinu! Mér þykir leiðinlegt ef ummæli mín hafa valdið særindum! Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki á neinn hátt fordómafull!“ sagði Whaling.Færsla Taylor, sem hún eyddi á mánudag.Vísir/SkjáskotVestur Virginía geri betur Belinda Biafore, formaður Demókrataflokksins í Vestur Virginíu, sendi einnig út afsökunarbeiðni til Michelle Obama fyrir hönd íbúa ríkisins. „Vestur Virginía er betri en þetta. Þessi öfgafullu, hatursfullu og fordómafullu gildi eru einmitt það sem flokkurinn mun halda áfram að berjast gegn í Vestur Virginíu,“ sagði í tilkynningu Biafore. Donald Trump hlaut 86,7% kosningu í Vestur Virginíu í forsetakosningunum fyrir viku síðan. Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
„Það verður hressandi að sjá siðfágaða, fallega og tignarlega forsetafrú í Hvíta húsinu. Ég er þreytt á að sjá apa á hælum.“ Svo hljóðar Facebook færsla konu að nafni Pamela Ramsey Taylor. Taylor rekur góðgerðarsamtök í Clay County í Vestur Virginíu. Það eru þó ekki fordómafull ummæli Taylor í garð forsetafrúarinnar sem hafa vakið hvað mesta hneykslan vestanhafs, heldur ummæli bæjarstjóra Clay, Beverly Whaling, við færsluna. „Bjargaðir deginum mínum Pam,“ skrifar Whaling. Um 491 íbúi býr í Clay og enginn af þeim er svartur, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2010. Um 98% af 9000 íbúum Clay sýslu eru hvítir.85 þúsund manns krefjast brottreksturs Færsla Taylor hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli fjölmiðla. Undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir brottrekstri bæði Whaling og Taylor hefur nú þegar náð 85 þúsund undirskriftum. Whaling, sem eyddi færslunni á mánudag, sagði við fréttastofu WSAZ, að hún viðurkenndi að ummælin gætu þótt fordómafull, en hafi ekki verið ætluð á þann hátt. Hún segist hafa verið að tjá persónulega skoðun sína á fegurð, sem kæmi húðlit ekki við. Hún segist íhuga málsókn vegna ærumeiðinga. Taylor rekur The Clay County Development group, sem er að hluta til fjármagnaður með ríkisstyrkjum. Samtökin þjónusta eldri borgara og láglaunafólk.Þá hefur Whaling einnig tjáð sig við fjölmiðla og segir ummæli sín ekki hafa átt að vera fordómafull. Hún baðst einnig afsökunar á að hafa farið fram úr sér. „Ég átti við að deginum hefði verið bjargað með breytingum í Hvíta húsinu! Mér þykir leiðinlegt ef ummæli mín hafa valdið særindum! Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki á neinn hátt fordómafull!“ sagði Whaling.Færsla Taylor, sem hún eyddi á mánudag.Vísir/SkjáskotVestur Virginía geri betur Belinda Biafore, formaður Demókrataflokksins í Vestur Virginíu, sendi einnig út afsökunarbeiðni til Michelle Obama fyrir hönd íbúa ríkisins. „Vestur Virginía er betri en þetta. Þessi öfgafullu, hatursfullu og fordómafullu gildi eru einmitt það sem flokkurinn mun halda áfram að berjast gegn í Vestur Virginíu,“ sagði í tilkynningu Biafore. Donald Trump hlaut 86,7% kosningu í Vestur Virginíu í forsetakosningunum fyrir viku síðan.
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira