Vill fá hvílu sjálfur hjá sínu svarta fé Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:30 Þeir félagarnir Kári G. Schram og Þorbjörn Pétursson á frumsýningu myndarinnar Svarta gengið í Bíói Paradís. Heimildamyndin Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís segir einstaka sögu Þorbjörns Péturssonar fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði. Í kjölfar veikinda og slits þurfti hann að bregða búi og var tilneyddur til að fella allt sitt fé. Það var honum þungbært. Meðal fjárins var hópur svartra kinda sem hann hafði náð sterku tilfinningalegu sambandi við og kallaði Svarta gengið.“ Þetta segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður og höfundur myndarinnar. „Svarta féð hans Þorbjörns var komið út af tinnusvartri gimbur sem var svo smá í fyrstu að hún náði ekki upp í spena móður sinnar og varð heimalningur. Þegar henni var slátrað var hún grafin heima og svo stækkaði heimagrafreiturinn þegar fella þurfti fleiri úr svarta genginu,“ lýsir Kári og heldur áfram: „Hjá Þorbirni er allt í röð og reglu. Fljótlega fékk hann þá hugmynd að heiðra minningu þessara svörtu, mállausu vina sinna með minnisvarða. Hann lét gera mön með legsteinum, grafskriftum, nöfnum og ljóðum. Ekki nóg með það heldur vill hann fá að hvíla þarna sjálfur líka þegar þar að kemur og er að sækja um leyfi til þess til yfirvalda – en það er snúið.“ Bærinn Ós stendur gegnt Hrafnseyri en vegurinn þangað lokast í fyrstu snjóum og er oft lokaður í fjóra til sex mánuði á ári, eftir tíðarfarinu, að sögn Kára. „Þorbjörn hefur lifað einangraður yfir veturinn en í sveitinni þekkja allir Bjössa og öllum þykir vænt um hann. Heilsunnar vegna getur hann þó ekki hafst þar við lengur yfir harðasta veturinn svo hann festi kaup á íbúð á Þingeyri. En húsin þrengdu að honum og hann hafði ekki óhefta fjarðarsýn, eins og hann hafði alist upp við. Í myndinni kynnumst við þessum hliðum öllum,“ segir Kári sem undanfarin ár hefur verið með annan fótinn í Arnarfirði, vegna uppbyggingarinnar í Selárdal, stofnunar Skrímslasetursins á Bíldudal og síðast töku myndarinnar Svarta gengið. „Það tók tíma að kynnast Þorbirni en við erum orðnir miklir vinir og erum eins og gömul hjón þegar ég er hjá honum. Hann hefur svo fallegt hjartalag og væntumþykja hans til kindanna snertir mann eins og Hrútar sinnum tveir. Þetta er bara sanna sagan.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember 2016. Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Heimildamyndin Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís segir einstaka sögu Þorbjörns Péturssonar fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði. Í kjölfar veikinda og slits þurfti hann að bregða búi og var tilneyddur til að fella allt sitt fé. Það var honum þungbært. Meðal fjárins var hópur svartra kinda sem hann hafði náð sterku tilfinningalegu sambandi við og kallaði Svarta gengið.“ Þetta segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður og höfundur myndarinnar. „Svarta féð hans Þorbjörns var komið út af tinnusvartri gimbur sem var svo smá í fyrstu að hún náði ekki upp í spena móður sinnar og varð heimalningur. Þegar henni var slátrað var hún grafin heima og svo stækkaði heimagrafreiturinn þegar fella þurfti fleiri úr svarta genginu,“ lýsir Kári og heldur áfram: „Hjá Þorbirni er allt í röð og reglu. Fljótlega fékk hann þá hugmynd að heiðra minningu þessara svörtu, mállausu vina sinna með minnisvarða. Hann lét gera mön með legsteinum, grafskriftum, nöfnum og ljóðum. Ekki nóg með það heldur vill hann fá að hvíla þarna sjálfur líka þegar þar að kemur og er að sækja um leyfi til þess til yfirvalda – en það er snúið.“ Bærinn Ós stendur gegnt Hrafnseyri en vegurinn þangað lokast í fyrstu snjóum og er oft lokaður í fjóra til sex mánuði á ári, eftir tíðarfarinu, að sögn Kára. „Þorbjörn hefur lifað einangraður yfir veturinn en í sveitinni þekkja allir Bjössa og öllum þykir vænt um hann. Heilsunnar vegna getur hann þó ekki hafst þar við lengur yfir harðasta veturinn svo hann festi kaup á íbúð á Þingeyri. En húsin þrengdu að honum og hann hafði ekki óhefta fjarðarsýn, eins og hann hafði alist upp við. Í myndinni kynnumst við þessum hliðum öllum,“ segir Kári sem undanfarin ár hefur verið með annan fótinn í Arnarfirði, vegna uppbyggingarinnar í Selárdal, stofnunar Skrímslasetursins á Bíldudal og síðast töku myndarinnar Svarta gengið. „Það tók tíma að kynnast Þorbirni en við erum orðnir miklir vinir og erum eins og gömul hjón þegar ég er hjá honum. Hann hefur svo fallegt hjartalag og væntumþykja hans til kindanna snertir mann eins og Hrútar sinnum tveir. Þetta er bara sanna sagan.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira