Erlent

Kanadískur gísl myrtur á Filippseyjum

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá eyjunni Jolo.
Frá eyjunni Jolo. Vísir/EPA
Hópur herskárra íslamista myriu í dag kanadískan karlmann sem þeir höfðu haldið föngnum á Filippseyjum í nokkra mánuði. Maðurinn hét John Ridsdel og var 68 ára gamall. Hópurinn sem um ræðir kallar sig Abu Sayyaf en hann handsamaði Ridsdel og þrjá til viðbótar í september í fyrra.

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, staðfesti í dag fregnir af dauða Ridsdel en hann sagði Abu Sayyaf-hópinn hafa gert sig sekan um kaldrifjað morð.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að afskorið höfuð fannst á á eyjunni Jolo fyrr í dag. Aby Sayyaf-hópurinn hafði farið fram á lausnargjald í staðinn fyrir frelsi Ridsdel sem rann út í dag.

Ridsdel var við smábátahöfn nærri borginni Davao þegar honum var rænt ásamt Robert Hall, sem einnig er frá Kanada, Norðmanninum Kjartan Sekkingstad og hinni filippseysku Marites Flor.

Var farið með þau til eyjunnar Jolo sem er í 500 kílómetra fjarlægð frá borginni DavaoAbu Sayyaf-hópurinn sendi frá sér myndband af gíslunum í nóvember í fyrra þar sem farið var fram á 80 milljónir Bandaríkjadollara fyrir frelsi þeirra, sem nemur um tæpum tíu milljörðum íslenskra króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×