Obama herðir eftirlit með skotvopnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. janúar 2016 07:00 Barack Obama kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP „Hvernig stendur á því að þetta varð svona flokkspólitískt,“ spurði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær, þegar hann kynnti nýjar ráðstafanir til að herða eftirlit með skotvopnum í Bandaríkjunum og draga úr líkunum á því að þau kosti fólk lífið. Aðgerðirnar felast einkum í því að bakgrunnur einstaklinga, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður betur en nú er gert. „Við vitum að við getum ekki stöðvað öll ofbeldis- eða illskuverk í heiminum,“ sagði hann, „en kannski getum við komið í veg fyrir eitt slíkt.“ Barack Obama sagðist engu að síður styðja 2. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum rétt til þess að bera vopn: „En ég trúi því líka að við getum dregið úr fjölda dauðsfalla af völdum skotvopna án þess að ganga gegn 2. viðauka,“ sagði hann. Viðstödd var meðal annars Gabriele Gifford, bandarísk þingkona sem varð fyrir skotárás fyrir utan verslun í Arizona fyrir fimm árum. Obama hefur árum saman, án árangurs, reynt að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja herta byssulöggjöf. Hann hefur ítrekað ávarpað þjóðina í kjölfar fjöldamorða og sagt ástandið í Bandaríkjunum vera einsdæmi í hinum siðaða heimi: Á ári hverju láti til dæmis meira en 30 þúsund manns lífið þar af völdum skotvopna. „Eins og ég hef sagt áður þá dofnum við gagnvart þessum tölum. Við förum að telja þær eðlilegar,“ sagði Obama í gær. Þingið hefur hins vegar ekki sýnt nein viðbrögð, enda vantar mikið upp á að þar sé meirihluti fyrir því að herða löggjöf um skotvopn. Aðgerðirnar, sem hann grípur til nú, eru því byggðar á núgildandi löggjöf og reynt að nýta heimildir hennar til hins ýtrasta. Þó vantar mikið upp á að með þeim sé gengið jafn langt og Obama hefur sjálfur óskað eftir. „Ég dreg ekki dul á það að þingið þarf enn að grípa til aðgerða,“ sagði Obama í gær. Til dæmis er ekki sett sú regla að kanna þurfi bakgrunn allra sem kaupa sér skotvopn í Bandríkjunum. Ekki er heldur verið að banna hríðskotabyssur eða önnur stærri skotvopn, sem drepið geta marga á stuttum tíma. Þá er heldur ekki verið að banna sölu á skotvopnum til þeirra, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn og mega því ekki fara um borð í flugvél. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
„Hvernig stendur á því að þetta varð svona flokkspólitískt,“ spurði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær, þegar hann kynnti nýjar ráðstafanir til að herða eftirlit með skotvopnum í Bandaríkjunum og draga úr líkunum á því að þau kosti fólk lífið. Aðgerðirnar felast einkum í því að bakgrunnur einstaklinga, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður betur en nú er gert. „Við vitum að við getum ekki stöðvað öll ofbeldis- eða illskuverk í heiminum,“ sagði hann, „en kannski getum við komið í veg fyrir eitt slíkt.“ Barack Obama sagðist engu að síður styðja 2. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum rétt til þess að bera vopn: „En ég trúi því líka að við getum dregið úr fjölda dauðsfalla af völdum skotvopna án þess að ganga gegn 2. viðauka,“ sagði hann. Viðstödd var meðal annars Gabriele Gifford, bandarísk þingkona sem varð fyrir skotárás fyrir utan verslun í Arizona fyrir fimm árum. Obama hefur árum saman, án árangurs, reynt að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja herta byssulöggjöf. Hann hefur ítrekað ávarpað þjóðina í kjölfar fjöldamorða og sagt ástandið í Bandaríkjunum vera einsdæmi í hinum siðaða heimi: Á ári hverju láti til dæmis meira en 30 þúsund manns lífið þar af völdum skotvopna. „Eins og ég hef sagt áður þá dofnum við gagnvart þessum tölum. Við förum að telja þær eðlilegar,“ sagði Obama í gær. Þingið hefur hins vegar ekki sýnt nein viðbrögð, enda vantar mikið upp á að þar sé meirihluti fyrir því að herða löggjöf um skotvopn. Aðgerðirnar, sem hann grípur til nú, eru því byggðar á núgildandi löggjöf og reynt að nýta heimildir hennar til hins ýtrasta. Þó vantar mikið upp á að með þeim sé gengið jafn langt og Obama hefur sjálfur óskað eftir. „Ég dreg ekki dul á það að þingið þarf enn að grípa til aðgerða,“ sagði Obama í gær. Til dæmis er ekki sett sú regla að kanna þurfi bakgrunn allra sem kaupa sér skotvopn í Bandríkjunum. Ekki er heldur verið að banna hríðskotabyssur eða önnur stærri skotvopn, sem drepið geta marga á stuttum tíma. Þá er heldur ekki verið að banna sölu á skotvopnum til þeirra, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn og mega því ekki fara um borð í flugvél.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira