Körfubolti

Óvinsæll Durant lokar veitingastað í Oklahoma City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Durant er ekki lengur vinsæll í Oklahoma City.
Durant er ekki lengur vinsæll í Oklahoma City. vísir/getty
Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er ekki vinsælasti maðurinn í Oklahoma City eftir hann yfirgaf OKC Thunder og gekk í raðir Golden State Warriors.

Borgarbúar virðast eiga erfitt með að fyrirgefa Durant sem var aðalmaðurinn í Oklahoma-liðinu í mörg ár.

Nú hefur veitingastað í Oklahoma sem Durant átti fjórðungshlut í verið lokað. Kd's, eins og staðurinn hét, opnaði fyrir fjórum árum.

Veitingastaðurinn verður opnaður aftur og undir nýju nafni í næsta mánuði. Óvíst er hvort Durant muni áfram eiga hlut í staðnum.

Durant lék með Oklahoma á árunum 2007-16 og fór einu sinni með liðinu í lokaúrslit NBA-deildarinnar. Það var árið 2012 þegar Durant og félagar töpuðu fyrir Miami Heat.

Durant er nú með bandaríska landsliðinu sem undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó sem verða settir 5. ágúst.


Tengdar fréttir

Kevin Durant fer til Golden State

Kevin Durant, einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, mun ganga í raðir Golden State Warriors frá Oklahoma City Thunder.

Barkley svekktur út í Durant

Charles Barkley er allt annað en sáttur við þá ákvörðun Kevin Durant að ganga í raðir Golden State Warriors.

Larry Bird hefði aldrei dottið það í hug að fara í liðið hans Magic

NBA-stórstjarnan Kevin Durant kom mörgum á óvart á dögunum með því að semja við Golden State Warriors, liðið sem sló Durant og félaga í Oklahoma City Thunder út úr úrslitakeppninni í ár. Margir hafa tjáð sig um ákvörðun Durant og meðal þeirra er NBA-goðsögnin Larry Bird.

Pabbi Durants sagði honum að vera eigingjarn

"Vertu eigingjarn.“ Þetta voru ráðleggingarnar sem körfuboltamaðurinn Kevin Durant fékk frá pabba sínum, Wayne Pratt, þegar hann velti fyrir sér næstu skrefum á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×