Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. júlí 2016 19:02 Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samning við fyrirtækið MCPB ehf. um úthlutun lóðar í bæjarfélaginu undir 30 þúsund fermetra einkasjúkrahús.Lán frá hollensku félagi Að sögn Henri Middeldorp, stjórnarformanns MCPB, verður framkvæmdin fjármögnuð með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital. Lánið verður veitt til MCPB með veði í spítalanum. Sjálfur á Middeldorp 51 prósent í Burbanks Holding en félagið á svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Fjórföld vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar MCPB hefur þó verið að vinna í fleiri verkefnum hér á landi. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Middeldorp hafi komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í sumar. Þar hafi hann óskað eftir að gera samning við bæjarfélagið um að fyrirtækið fengi að tengjast vatnskerfi sveitarfélagsins. Þær viðræður hefðu átt sér stað milli embættismanna bæjarfélagsins og Middeldorp. Áður en nokkurs konar niðurstaða eða samkomulag lá fyrir í þeim viðræðum óskaði Middeldorp eftir fundi með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og fleiri stjórnendum sveitarfélagsins. Á þann fund mætti Middeldorp með samning þess efnis að Hafnarfjarðarbær selji fyrirtækinu 500 lítra á sekúndu af neysluvatni. Til að setja þessa tölu í samhengi þá notar allur Hafnarfjarðarbær um 120 lítra á sekúndu og því um að ræða rúmlega fjórfalt það magn. Þá notar höfuðborgarsvæðið í heild rúmlega 700 lítra af neysluvatni á sekúndu.Tóku beiðni Middeldorp mjög fálega Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku beiðni hans um að samningurinn yrði undirritaður á staðnum mjög fálega. Var beiðni um undirritun samningsins síðan hafnað og hafa engar viðræður átt sér stað um málið eftir það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sýndi Middeldorp ekki fram á nein gögn í viðræðum sínum við Hafnarfjarðarbæ, til að mynda um hvort og hvernig búið væri að fjármagna verkefnið. Þó kom fram í samtölum hans við embættismenn að hann hafði í hyggju að flytja vatnið til útlanda.Einbeita sér að einkasjúkrahúsinu Middeldorp staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir þessum viðræðum við bæjarfélagið. Hann sagði þó Hafnarfjarðarbæ ekki hafa unnið heimavinnuna sína eins og hann orðaði það og því hefði fyrirtækið ákveðið að einbeita sér að uppbyggingu sjúkrahússins í Mosfellsbæ. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samning við fyrirtækið MCPB ehf. um úthlutun lóðar í bæjarfélaginu undir 30 þúsund fermetra einkasjúkrahús.Lán frá hollensku félagi Að sögn Henri Middeldorp, stjórnarformanns MCPB, verður framkvæmdin fjármögnuð með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital. Lánið verður veitt til MCPB með veði í spítalanum. Sjálfur á Middeldorp 51 prósent í Burbanks Holding en félagið á svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Fjórföld vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar MCPB hefur þó verið að vinna í fleiri verkefnum hér á landi. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Middeldorp hafi komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í sumar. Þar hafi hann óskað eftir að gera samning við bæjarfélagið um að fyrirtækið fengi að tengjast vatnskerfi sveitarfélagsins. Þær viðræður hefðu átt sér stað milli embættismanna bæjarfélagsins og Middeldorp. Áður en nokkurs konar niðurstaða eða samkomulag lá fyrir í þeim viðræðum óskaði Middeldorp eftir fundi með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og fleiri stjórnendum sveitarfélagsins. Á þann fund mætti Middeldorp með samning þess efnis að Hafnarfjarðarbær selji fyrirtækinu 500 lítra á sekúndu af neysluvatni. Til að setja þessa tölu í samhengi þá notar allur Hafnarfjarðarbær um 120 lítra á sekúndu og því um að ræða rúmlega fjórfalt það magn. Þá notar höfuðborgarsvæðið í heild rúmlega 700 lítra af neysluvatni á sekúndu.Tóku beiðni Middeldorp mjög fálega Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku beiðni hans um að samningurinn yrði undirritaður á staðnum mjög fálega. Var beiðni um undirritun samningsins síðan hafnað og hafa engar viðræður átt sér stað um málið eftir það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sýndi Middeldorp ekki fram á nein gögn í viðræðum sínum við Hafnarfjarðarbæ, til að mynda um hvort og hvernig búið væri að fjármagna verkefnið. Þó kom fram í samtölum hans við embættismenn að hann hafði í hyggju að flytja vatnið til útlanda.Einbeita sér að einkasjúkrahúsinu Middeldorp staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir þessum viðræðum við bæjarfélagið. Hann sagði þó Hafnarfjarðarbæ ekki hafa unnið heimavinnuna sína eins og hann orðaði það og því hefði fyrirtækið ákveðið að einbeita sér að uppbyggingu sjúkrahússins í Mosfellsbæ.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira