Enski boltinn

Balotelli æfir með varaliðinu þó Klopp hafi beðið hann um að finna sér nýtt lið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli og unglingaliðið.
Mario Balotelli og unglingaliðið. mynd/instagram
Ítalski framherjinn Mario Balotelli undirbýr sig af krafti fyrir komandi tímabil í Evrópufótboltanum þó enginn viti hvar hann mun spila.

Hann er enn leikmaður Liverpool en enska félagið keypti hann fyrir 16 milljónir punda fyrir tveimur árum. Hann skilaði engu á fyrsta tímabilinu sínu þar sem hann skoraði aðeins fjögur mörk í 28 leikjum.

Balotelli var svo lánaður til AC Milan í fyrra þar sem hann gat heldur ekki neitt en nú er hann að æfa á fullu með unglingaliði Liverpool.

Aðallið félagsins er í Bandaríkjunum í æfingaferð og á leiki gegn Chelsea, AC Milan og Roma á næstu dögum en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, bauð Balotelli ekki með þangað.

Það er ekki furða þar sem Þjóðverjinn er búinn að segja Balotelli að finna sér nýtt lið. Ítalinn er ekki búinn að því og æfir því með krökkunum á Melwood þessa dagana.

„Enn að æfa af krafti með varaliðinu. Topp æfing í dag með topp leikmönnum. Virðing,“ skrifar Balotelli á Instagram-síðu sína við mynd af honum og nokkrum úr unglingaliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×