Nico Rosberg, liðsfélagi Lewis Hamilton hjá Mercedes, náði forystunni strax í byrjun á meðan Valtteri Bottas keyrði á bíl Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton gafst ekki upp og hélt áfram þrátt fyrir þetta óhapp í byrjun enda mikilvægt að ná í einhver stig þótt að honum takist ekki að vinna kappaksturinn. Hann endaði með því að ná þriðja sætinu en Nico Rosberg er með fullt hús eftir annan sigurinn í röð.
Hér fyrir neðan má sjá myndband með ræsingunni í Barein-kappakstrinum.