Erlent

Fjórir menn féllu fyrir eigin sprengju

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargar sprengjuárásir hafa verið gerðar í suðausturhluta Tyrklands síðustu misseri.
Fjölmargar sprengjuárásir hafa verið gerðar í suðausturhluta Tyrklands síðustu misseri. Vísir/AFP
Fjórir létu lífið og sautján særðust í sprengingu í suðausturhluta Tyrklands í dag. Mennirnir sem létu lífið eru sagðir hafa verið að koma sprengjunni fyrir í vörubíl þegar sprengingin varð. Innanríkisráðuneyti Tyrklands segir að mennirnir séu grunaðir um að vera meðlimir PKK, aðskilnaðarsamtökum Kúrda í Tyrklandi.

Tveir hinna særðu eru sagðir vera í alvarlegu ástandi samkvæmt frétt Guardian.

Sprengingin varð á akri nærri borginni Diyarbakir. Rafmagn fór af í nærliggjandi hverfum og hús við akurinn skemmdust.

Fjölmargar sprengjuárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi síðust misseri. Þar á meðal tvær sjálfsmorðsárásir í Istanbúl og tvær í Ankara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×