Erlent

Bjórkjallarinn þar sem Hitler hóf feril sinn þarf að hýsa fund öfgaflokks

Bjarki Ármannsson skrifar
Bjórkjallari í þýsku borginni München, sem helst er þekktur fyrir það að Adolf Hilter hóf þar sinn stjórnmálaferil, þarf að hýsa fund hægriöfgaflokksins Alternative für Deutschland, eða Val fyrir Þýskaland.
Bjórkjallari í þýsku borginni München, sem helst er þekktur fyrir það að Adolf Hilter hóf þar sinn stjórnmálaferil, þarf að hýsa fund hægriöfgaflokksins Alternative für Deutschland, eða Val fyrir Þýskaland. Vísir/Getty
Bjórkjallari í þýsku borginni München, sem helst er þekktur fyrir það að Adolf Hilter hóf þar sinn stjórnmálaferil, þarf að hýsa fund hægriöfgaflokksins Alternative für Deutschland, eða Val fyrir Þýskaland.

Dómstóll þar í borg komst að þessari niðurstöðu í dag og breska ríkisútvarpið greinir frá. Bjórkjallarinn Hofbräukeller hafði samþykkt að hýsa fundinn en reyndi að slíta því samkomulagi eftir að Val fyrir Þýskaland samþykkti það sem yfirlýsta stefnu að íslamstrú „tilheyri ekki Þýskalandi.“

Ricky Steinberg, sem rekið hefur Hofbräukeller í nærri tuttugu ár, segist hafa óttast mótmæli fyrir utan staðinn. Forsvarsmenn Vals fyrir Þýskaland hafa þó gefið í skyn að stærri stjórnmálaflokkar hafi þrýst á Steinberg að hætta við.

Adolf Hitler flutti sína fyrstu ræðu á bjórkjallaranum árið 1919 og var rúmum áratug síðar orðinn kanslari Þýskalands. Söguleg tenging Hofbräukeller við Hitler fer ekki framhjá neinum Þjóðverja sem fylgst hefur með þessu máli, enda hefur Val fyrir Þýskaland boðað öfgahægrisinnuð viðhorf í ýmsum málum að undanförnu.

Til að mynda hefur Frauke Petry, leiðtogi flokksins, sagt að þýsk lögregla ætti að fá að skjóta að flóttafólki til að koma í veg fyrir að það komist inn í landið með ólögmætum hætti. Í byrjun mánaðar samþykkti flokkurinn svo áðurnefnda stefnu í málum íslams, sem felur meðal í sér bann á bænakalli múslima.

Flokkurinn mælist með um fimmtán prósenta fylgi í nýjustu könnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×