Erlent

Fóstueyðingar algengari en áður var talið

Vísir/Getty
Ein af hverjum fjórum konum sem verða óléttar í heiminum í dag gangast undir fóstureyðingu á meðgöngu. Þetta sýnir ný rannsókn þar sem miðað er við tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni en greint er frá rannsókninni í Lancet læknatímaritinu. Þetta þýðir að um 56 milljónir fóstureyðinga eru framkvæmdar árlega og er sú tala hærri en áður var talið. Dregið hefur úr fóstureyðingum í ríkari löndum heimsins en í þeim fátækari hefur engin breyting orðið á eða þá að slíkum aðgerðum hefr fjölgað.

Greinarhöfundar hvetja til þess að gerð verði gangskör í því að gera getnaðarvarnir aðgengilegri um allan heim. Í greininni segir að fóstureyðingum hafi fjölgað úr 50 milljónum aðgerða á árabilinu 1990 til 1994, í fimmtíu og sex milljónir á árunum 2010 - 2014. Eins og áður sagði er aukningin aðallega í þróunarlöndunum og eru ástæðurnar helst sagðar vera fólksfjölgun og sú þróun að fjölskyldumynstrið er að breytast á þann hátt að færri eru í hverri fjölskyldu. Í ríkari löndunum hefur fóstureyðingum hinsvegar fækkað. Á fyrra tímabiliinu voru 25 fóstureyðingar á hverjar þúsund konur en á því seinna var talan komin niður í fjórtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×