Enski boltinn

Eriksen búinn að skrifa undir nýjan og betri samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eriksen hefur skorað 30 mörk í 137 leikjum fyrir Tottenham.
Eriksen hefur skorað 30 mörk í 137 leikjum fyrir Tottenham. vísir/getty
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham Hotspur.

Samningaviðræður höfðu staðið frá því í mars en er nú loksins lokið, þökk sé Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra Spurs, sem blandaði sér í málin þegar viðræðurnar sigldu í strand.

Eriksen hækkar í launum en hann fær nú í kringum 75.000 pund í vikulaun. Hann er á meðal launahæstu leikmanna Spurs ásamt Harry Kane, Hugo Lloris, Moussa Dembélé og Erik Lamela.

Eriksen kom til Spurs frá Ajax fyrir þremur árum og hefur síðan þá verið í lykilhlutverki hjá Lundúnaliðinu.

Eriksen, sem er 24 ára, hefur leikið 137 leiki fyrir Spurs og skorað 30 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×