Af forréttindafólki og fordómum Kristín Sævarsdóttir skrifar 6. september 2016 11:39 Framundan er aðalfundur Samtakanna ´78 og það er aðeins farið að hitna í kolunum. Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, sem velja sér frambjóðendur sem eru þeim að skapi. Umræðan er oft á tíðum hörð og óvægin og hef ég m.a. séð gefið í skyn að ég og félagar mínir séum fulltrúar fordómafullra afturhaldsafla sem séu á móti eðlilegri framþróun en hinir frambjóðendurnir séu víðsýnna fólk sem standi með öllum minnihlutahópum. Þeir sem þekkja mig vita að það er rangt. Það sama má segja um félaga mína sem bjóða sig fram til stjórnar. Við bjóðum okkur fram til stjórnar í þessu lýðræðislega félagi af því að okkur finnst Samtökin ’78 hafa rekið af leið. Okkur finnst forystan í þessum samtökum lifandi fólks hafa gleymt markmiðum og lögum félagsins sem kveða á um starf þess, gleymt yfirlýstum tilgangi þess. Formgallar hafa slæðst inn í lög félagsins á síðustu árum þegar félagið breyttist úr félagi einstaklinga í félag sem sinnir málefnum einstaklinga og aðildarfélaga í einhvers konar vísi að regnhlífarsamtökum. Almennir félagar sjá flestir brestinn sem í því er fólginn og sérfræðingar í félagarétti telja stórkostlegan formgalla vera á slíku fyrirkomulagi. Hlutverk Samtakanna '78 er að ganga erinda hinsegin fólks Samtökin ´78 hafa tekið inn undir sinn væng ýmsa hópa sem skilgreina sig á grundvelli kynvitundar, og það hefur gerst í sátt eftir umræður, og þær stundum erfiðar, um gildi þess að eiga samleið. Án umræðu eru slíkar ákvarðanir út í hött. Málefni transfólks og intersex fólks eru gott dæmi um þetta enda eru þar í hópi einstaklingar sem hafa um árabil lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins. Þegar BDSM á Íslandi sótti um aðild þótti mörgum sem nú væri vikið hressilega frá skráðum markmiðum félagsins. Sumir tóku því félagi opnum örmum á augabragði en aðrir efuðust um farsæla samleið þessara félaga enda ljóst að um væri að ræða mikla stefnubreytingu sem þarfnaðist rækilegrar athugunar og greiningar. Efasemdir komu fram um að félagið hefði bolmagn til að bæta við enn einum hópnum, ekki síst þegar margir bentu réttilega á að félagið sinnti ekki nægilega vel þeim hópum sem fyrir eru og þar með skýrt skráðum markmiðum félagsins. Það er álit margra að Samtökin 78 hafi nýlega breytt aðferðum sínum og valið sér vegferð með sértækum pólitískum undirtóni sem alls ekki samræmist hugmyndum alls félagsfólks um áherslur. Áherslur félagsins eiga fyrst og fremst að vera á málefni hinsegin fólks og ef að Samtökin 78 eru að blanda sér í þjóðmálabaráttuna á það að vera til þess að ganga erinda hinsegin fólks, hvort sem um er að ræða fólk með fasta búsetu eða flóttamenn. Við þurfum að taka tillit til ólíkra pólitískra skoðana og nota “inclusive” aðferð enda hef ég alltaf talið það skila góðum árangri að teygja sig yfir línur fylkinga í stjórnmálum til að skapa samstöðu en ekki sundrungu. Sú leið hefur skilað okkur dýrmætum réttarbótum í gegnum tíðina. Ekki lengur kúl að vera hommi Orðræðan er heill kapítuli fyrir sig en þar sýnist mér þjónusta við félagsfólk hafa vikið fyrir viðhorfum holuðum af þröngsýnu fræðimannasamfélagi þar sem gefin er lína um það hvað fólki sé þóknanlegt. Fólk hefur hrökklast í burtu eftir fyrstu heimsókn á vettvang félagsins þar sem því fannst það ekki passa inn í nýju kassana, nýju skilgreiningarnar - nú er t.d. ekki kúl að vera bara hommi. Fyrir mér hafa Samtökin ´78 ekki verið félag þar sem stafróf skilgreininga er haft til hliðsjónar öllu starfi og fólk hefur þurft að aðhyllast valdar kenningar ákveðinna fræðimanna til þess að vera viðurkenndir félagar með fullt málfrelsi. Víkjum aftur að orðræðunni sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum og manna á milli að undanförnu. Mér hefur þótt það sárara en tárum taki að heyra umræðu um að hommar yfir fimmtugu séu „afturgöngur“ og samkynhneigt fólk almennt sé forréttindafólk sem skilji ekki réttindabaráttu annarra. Ég þekkti of marga homma sem dóu úr alnæmi eða flúðu land vegna þess að þeim var ekki líft hér á landi sökum ofsókna. Ég man þegar hommar voru beittir ofbeldi á skemmtistöðum og lagðir í einelti af lögreglunni vegna tilveru sinnar. Ég þekkti líka lesbíur og homma sem tóku eigið líf vegna þess að það var of mikil barátta fólgin í að lifa. Ég sjálf hef verið rekin úr starfi vegna kynhneigðar og vegna þess að ég tilheyrði ekki hinum gagnkynhneigða meirihluta. Ég hef verið kölluð ”þetta fólk”. Ég hef fengið hótanir um líkamsmeiðingar og dæmi eru um að yfirmenn mínir í starfi hafa fengið símtöl um að þeir hafi haft kynvilling í starfi. Ekki kalla okkur forréttindamanneskjur! Undirliggjandi er skýr ágreiningur um ákveðna þætti í starfi Samtakanna ´78 en enginn ágreiningur er hinsvegar um stóran hluta starfseminnar, eins og mikilvægi ráðgjafar, fræðslu og félagsstarfs. Frambjóðendur vilja vinna jafnt fyrir alla þá hópa sem tilteknir eru í lögum félagsins hvort sem þeir eru lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk eða trans fólk. Höldum því til haga. Ljóst að það verður erfitt að sætta ólík sjónarmið hver svo sem niðurstaða kosninga á aðalfundinum verður. Til þess að það sé unnt og svo Samtökin ´78 eigi sér lífvænlega framtíð verður fólk að leggja áherslu á það sem sameinar það og hafa umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem aðskilur það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Framundan er aðalfundur Samtakanna ´78 og það er aðeins farið að hitna í kolunum. Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, sem velja sér frambjóðendur sem eru þeim að skapi. Umræðan er oft á tíðum hörð og óvægin og hef ég m.a. séð gefið í skyn að ég og félagar mínir séum fulltrúar fordómafullra afturhaldsafla sem séu á móti eðlilegri framþróun en hinir frambjóðendurnir séu víðsýnna fólk sem standi með öllum minnihlutahópum. Þeir sem þekkja mig vita að það er rangt. Það sama má segja um félaga mína sem bjóða sig fram til stjórnar. Við bjóðum okkur fram til stjórnar í þessu lýðræðislega félagi af því að okkur finnst Samtökin ’78 hafa rekið af leið. Okkur finnst forystan í þessum samtökum lifandi fólks hafa gleymt markmiðum og lögum félagsins sem kveða á um starf þess, gleymt yfirlýstum tilgangi þess. Formgallar hafa slæðst inn í lög félagsins á síðustu árum þegar félagið breyttist úr félagi einstaklinga í félag sem sinnir málefnum einstaklinga og aðildarfélaga í einhvers konar vísi að regnhlífarsamtökum. Almennir félagar sjá flestir brestinn sem í því er fólginn og sérfræðingar í félagarétti telja stórkostlegan formgalla vera á slíku fyrirkomulagi. Hlutverk Samtakanna '78 er að ganga erinda hinsegin fólks Samtökin ´78 hafa tekið inn undir sinn væng ýmsa hópa sem skilgreina sig á grundvelli kynvitundar, og það hefur gerst í sátt eftir umræður, og þær stundum erfiðar, um gildi þess að eiga samleið. Án umræðu eru slíkar ákvarðanir út í hött. Málefni transfólks og intersex fólks eru gott dæmi um þetta enda eru þar í hópi einstaklingar sem hafa um árabil lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins. Þegar BDSM á Íslandi sótti um aðild þótti mörgum sem nú væri vikið hressilega frá skráðum markmiðum félagsins. Sumir tóku því félagi opnum örmum á augabragði en aðrir efuðust um farsæla samleið þessara félaga enda ljóst að um væri að ræða mikla stefnubreytingu sem þarfnaðist rækilegrar athugunar og greiningar. Efasemdir komu fram um að félagið hefði bolmagn til að bæta við enn einum hópnum, ekki síst þegar margir bentu réttilega á að félagið sinnti ekki nægilega vel þeim hópum sem fyrir eru og þar með skýrt skráðum markmiðum félagsins. Það er álit margra að Samtökin 78 hafi nýlega breytt aðferðum sínum og valið sér vegferð með sértækum pólitískum undirtóni sem alls ekki samræmist hugmyndum alls félagsfólks um áherslur. Áherslur félagsins eiga fyrst og fremst að vera á málefni hinsegin fólks og ef að Samtökin 78 eru að blanda sér í þjóðmálabaráttuna á það að vera til þess að ganga erinda hinsegin fólks, hvort sem um er að ræða fólk með fasta búsetu eða flóttamenn. Við þurfum að taka tillit til ólíkra pólitískra skoðana og nota “inclusive” aðferð enda hef ég alltaf talið það skila góðum árangri að teygja sig yfir línur fylkinga í stjórnmálum til að skapa samstöðu en ekki sundrungu. Sú leið hefur skilað okkur dýrmætum réttarbótum í gegnum tíðina. Ekki lengur kúl að vera hommi Orðræðan er heill kapítuli fyrir sig en þar sýnist mér þjónusta við félagsfólk hafa vikið fyrir viðhorfum holuðum af þröngsýnu fræðimannasamfélagi þar sem gefin er lína um það hvað fólki sé þóknanlegt. Fólk hefur hrökklast í burtu eftir fyrstu heimsókn á vettvang félagsins þar sem því fannst það ekki passa inn í nýju kassana, nýju skilgreiningarnar - nú er t.d. ekki kúl að vera bara hommi. Fyrir mér hafa Samtökin ´78 ekki verið félag þar sem stafróf skilgreininga er haft til hliðsjónar öllu starfi og fólk hefur þurft að aðhyllast valdar kenningar ákveðinna fræðimanna til þess að vera viðurkenndir félagar með fullt málfrelsi. Víkjum aftur að orðræðunni sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum og manna á milli að undanförnu. Mér hefur þótt það sárara en tárum taki að heyra umræðu um að hommar yfir fimmtugu séu „afturgöngur“ og samkynhneigt fólk almennt sé forréttindafólk sem skilji ekki réttindabaráttu annarra. Ég þekkti of marga homma sem dóu úr alnæmi eða flúðu land vegna þess að þeim var ekki líft hér á landi sökum ofsókna. Ég man þegar hommar voru beittir ofbeldi á skemmtistöðum og lagðir í einelti af lögreglunni vegna tilveru sinnar. Ég þekkti líka lesbíur og homma sem tóku eigið líf vegna þess að það var of mikil barátta fólgin í að lifa. Ég sjálf hef verið rekin úr starfi vegna kynhneigðar og vegna þess að ég tilheyrði ekki hinum gagnkynhneigða meirihluta. Ég hef verið kölluð ”þetta fólk”. Ég hef fengið hótanir um líkamsmeiðingar og dæmi eru um að yfirmenn mínir í starfi hafa fengið símtöl um að þeir hafi haft kynvilling í starfi. Ekki kalla okkur forréttindamanneskjur! Undirliggjandi er skýr ágreiningur um ákveðna þætti í starfi Samtakanna ´78 en enginn ágreiningur er hinsvegar um stóran hluta starfseminnar, eins og mikilvægi ráðgjafar, fræðslu og félagsstarfs. Frambjóðendur vilja vinna jafnt fyrir alla þá hópa sem tilteknir eru í lögum félagsins hvort sem þeir eru lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk eða trans fólk. Höldum því til haga. Ljóst að það verður erfitt að sætta ólík sjónarmið hver svo sem niðurstaða kosninga á aðalfundinum verður. Til þess að það sé unnt og svo Samtökin ´78 eigi sér lífvænlega framtíð verður fólk að leggja áherslu á það sem sameinar það og hafa umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem aðskilur það.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun