Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2016 19:00 Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. Þar með verða báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Fyrsti olíuleitarleiðangurinn á vegum sérleyfishafa lagði upp á frá Reyðarfirði í byrjun septembermánaðar í fyrra. Þá sigldi rannsóknarskip ásamt aðstoðarskipi í fjögurra vikna leiðangur en tilgangurinn var að leita merkja um olíu á Drekasvæðinu með bergmálsmælingum. Drekasvæðið er djúpt norðaustur af Langanesi, tveir hópar hafa þar sérleyfi til olíuleitar, en leiðangurinn í haust var á vegum hópsins sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir. En nú er hinn hópurinn einnig að fara af stað, hópur undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, en sérleyfi hans er norðar á svæðinu og nær alveg að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Norska ríkisolíufélagið Petoro er fjórðungshluthafi í báðum leyfum en íslenskir aðilar, báðir á vegum Eykons Energy, eru einnig meðeigendur. Búist er við að rannsóknarskipið Harrier Explorer, í eigu norska félagsins Seabird Exploration, verði sent á Drekasvæðið fyrri hluta sumars, en Seabird tilkynnti nýlega að það hefði tekið að sér að gera þar tvívíðar bergmálsmælingar. Fram kom í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að leiðangurinn taki tvær til þrjár vikur og að honum ljúki fyrir lok júnímánaðar. Ithaca var raunar ekki nefnt í tilkynningunni en ljóst má vera að kanadíska félagið er kaupandi rannsóknargagnanna, vegna skuldbindinga sem sérleyfið felur í sér. Sérleyfið, sem íslensk stjórnvöld veittu, felur nefnilega ekki aðeins í sér rétt til að leita að olíu og vinna hana, heldur einnig skyldu til að framkvæma ákveðnar grunnrannsóknir og afhenda íslenskum stjórnvöldum niðurstöðurnar fyrir tilskilin tímamörk, í tilviki Ithaca fyrir næstu áramót. Skuldbindingarnar knýja kanadíska félagið því til standa fyrir mörghundruð milljóna króna leiðangri í sumar til að rannsaka Drekasvæðið. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið var úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. Þar með verða báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Fyrsti olíuleitarleiðangurinn á vegum sérleyfishafa lagði upp á frá Reyðarfirði í byrjun septembermánaðar í fyrra. Þá sigldi rannsóknarskip ásamt aðstoðarskipi í fjögurra vikna leiðangur en tilgangurinn var að leita merkja um olíu á Drekasvæðinu með bergmálsmælingum. Drekasvæðið er djúpt norðaustur af Langanesi, tveir hópar hafa þar sérleyfi til olíuleitar, en leiðangurinn í haust var á vegum hópsins sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir. En nú er hinn hópurinn einnig að fara af stað, hópur undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, en sérleyfi hans er norðar á svæðinu og nær alveg að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Norska ríkisolíufélagið Petoro er fjórðungshluthafi í báðum leyfum en íslenskir aðilar, báðir á vegum Eykons Energy, eru einnig meðeigendur. Búist er við að rannsóknarskipið Harrier Explorer, í eigu norska félagsins Seabird Exploration, verði sent á Drekasvæðið fyrri hluta sumars, en Seabird tilkynnti nýlega að það hefði tekið að sér að gera þar tvívíðar bergmálsmælingar. Fram kom í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að leiðangurinn taki tvær til þrjár vikur og að honum ljúki fyrir lok júnímánaðar. Ithaca var raunar ekki nefnt í tilkynningunni en ljóst má vera að kanadíska félagið er kaupandi rannsóknargagnanna, vegna skuldbindinga sem sérleyfið felur í sér. Sérleyfið, sem íslensk stjórnvöld veittu, felur nefnilega ekki aðeins í sér rétt til að leita að olíu og vinna hana, heldur einnig skyldu til að framkvæma ákveðnar grunnrannsóknir og afhenda íslenskum stjórnvöldum niðurstöðurnar fyrir tilskilin tímamörk, í tilviki Ithaca fyrir næstu áramót. Skuldbindingarnar knýja kanadíska félagið því til standa fyrir mörghundruð milljóna króna leiðangri í sumar til að rannsaka Drekasvæðið. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið var úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45