Táraðist við að semja lögin því ljóðin eru svo sorgleg Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2016 11:15 María stundar mastersnám í London, semur og syngur en kom heim til að vera viðstödd frumflutning Guðnýjarljóða. Vísir/Stefán „Ég hef lengi samið tónlist og oft sungið djass, bæði með böndum og í eigin nafni en þetta er miklu stærra og verður að hugsjónaverkefni af því að áhugaverð saga er á bak við.“ Þetta segir María Magnúsdóttir, söngkona og tónskáld, um ókeypis menningarviðburð í Listasafni Íslands á morgun, sunnudag, milli klukkan 14 og 15. Þar mun Kvennakórinn Katla syngja þrjú ný lög eftir Maríu við ljóð Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum (1804-1836) sem átti erfiða ævi og var ein þeirra kvenna sem ekki fengu notið sín sem skáld í lifanda lífi. Helga Kress bókmenntafræðingur og María Ellingsen leikkona sem hafa kynnt sér líf og ljóð Guðnýjar koma þar líka fram. María hafði nýlokið prófi í djassi frá Konunglega listaháskólanum í Haag í Hollandi í fyrravor þegar hún sá grein um þöggun skáldkvenna eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Hún snart hana svo að hún leitaði uppi allt sem hún fann um Guðnýju. „Mig langaði að semja fyrir kvennakór og hafði heyrt af Kötlu sem er skipaður ungum konum. Fyrst var ég að hugsa um nýstárlegar útsetningar en svo urðu lögin næstum sálmaleg því það hentar ljóðunum. Ég táraðist við að semja lögin því ljóðin eru svo sorgleg og veit að efnið tekur á stelpurnar í kórnum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Menning Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég hef lengi samið tónlist og oft sungið djass, bæði með böndum og í eigin nafni en þetta er miklu stærra og verður að hugsjónaverkefni af því að áhugaverð saga er á bak við.“ Þetta segir María Magnúsdóttir, söngkona og tónskáld, um ókeypis menningarviðburð í Listasafni Íslands á morgun, sunnudag, milli klukkan 14 og 15. Þar mun Kvennakórinn Katla syngja þrjú ný lög eftir Maríu við ljóð Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum (1804-1836) sem átti erfiða ævi og var ein þeirra kvenna sem ekki fengu notið sín sem skáld í lifanda lífi. Helga Kress bókmenntafræðingur og María Ellingsen leikkona sem hafa kynnt sér líf og ljóð Guðnýjar koma þar líka fram. María hafði nýlokið prófi í djassi frá Konunglega listaháskólanum í Haag í Hollandi í fyrravor þegar hún sá grein um þöggun skáldkvenna eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Hún snart hana svo að hún leitaði uppi allt sem hún fann um Guðnýju. „Mig langaði að semja fyrir kvennakór og hafði heyrt af Kötlu sem er skipaður ungum konum. Fyrst var ég að hugsa um nýstárlegar útsetningar en svo urðu lögin næstum sálmaleg því það hentar ljóðunum. Ég táraðist við að semja lögin því ljóðin eru svo sorgleg og veit að efnið tekur á stelpurnar í kórnum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Menning Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira