Erlent

Chris Cristie lýsir yfir stuðningi við Trump

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Trump og Cristie á blaðamannafundinum í dag.
Trump og Cristie á blaðamannafundinum í dag. vísir/getty
Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey og fyrrum forsetaframbjóðandi repúblikana, hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Cristie dró sig úr baráttunni um Hvíta húsið fyrr í þessum mánuði vegna lítils stuðnings í forvali og skoðanakönnunum.

„Ég er ánægður að vera nú í liði með Trump og hlakka til að vinna með honum,“ sagði Cristie á blaðamannafundi. Hann bætti því við að Trump væri besta von flokksins til að ná Hvíta húsinu. Þetta kemur fram á BBC.

Að sögn Cristie leikur enginn vafi á því að Trump muni enda sem forseti og halda Hillary Clinton, öðrum tveggja kandídata demókrata, frá embættinu. Að mati ríkisstjórans á auðkýfingurinn Trump betri möguleika á sigri heldur en öldungadeildarþingmennirnir Ted Cruz og Marco Rubio.

Stuðningsyfirlýsing Cristie er talin hafa það í för með sér að Trump geti nú bent á að hann hafi hluta kjarnafylgis flokksins að baki sér en ekki aðeins jaðarfólk innan hans.


Tengdar fréttir

Gengu hart fram gegn Trump

Ted Cruz og Marco Rubio notuðu kappræður næturinnar til að reyna að hægja á velgengni Trump.

Trump fór létt með keppinautana í Nevada

Donald Trump vann stórsigur í forkosningum Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar sem fram fóru í Nevada ríki í nótt. Auðkýfingurinn hefur nú unnið í þremur forkosningum í röð og sigurinn í niðurstaðan í Nevada var afgerandi.

Hver er þessi Ted Cruz?

Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×