Kastalinn seldur án auglýsingar og hægt að græða mikið á breytingum Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. febrúar 2016 19:00 Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. Kaupandi fasteignarinnar var félagið Kastali ehf. En engar upplýsingar eru að finna um það félag í fyrirtækjaskrá. Fyrirtækið greiddi 630 milljónir króna fyrir húsið, sem er 1.405 fermetrar og á að fá það afhent hinn 1. október næstkomandi. Hjálpræðisherinn mun samhliða sölunni hætta rekstri gistiheimilis líkt og hefur verið í herkastalanum um árabil. Þar sem eignin er skráð sem gistirými þarf kaupandi eignarinnar ekki að fá sérstakt leyfi vilji hann opna þar hótel. Það er meðal annars þetta sem gerir eignina svo verðmæta. Viðmælendur fréttastofunnar sem vinna við fasteignaþróun segja að hægt sé að endurinnrétta húsið sem hótel og selja það aftur með mörg hundruð milljóna króna hagnaði. Húsið er við einn eftirsóttasta stað á gjörvöllu Íslandi. Þá er spurningin, ef eignin er svona verðmæt og það er svona grimm eftirspurn, hvers vegna var húsið ekki auglýst og selt hæstbjóðanda? Einn viðmælandi fréttastofunnar furðar sig á því að eignin hafi ekki verið auglýst og í raun hafi eignin verið seld á mjög lágu verði miðað við undirliggjandi verðmæti hennar. Gunnar Eide yfirmaður Hjálpræðishersins á Íslandi vísaði á KPMG sem var ráðgjafi við sölu eignarinnar. Ólafur Ólafsson hjá KPMG sagði að engin sérstök skýring væri á því hvers vegna fasteignin hefði ekki verið auglýst til sölu. Hann sagðist jafnframt ekki vilja svara spurningum fréttastofunnar um málið. Að svo búnu lagði hann á. Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. Kaupandi fasteignarinnar var félagið Kastali ehf. En engar upplýsingar eru að finna um það félag í fyrirtækjaskrá. Fyrirtækið greiddi 630 milljónir króna fyrir húsið, sem er 1.405 fermetrar og á að fá það afhent hinn 1. október næstkomandi. Hjálpræðisherinn mun samhliða sölunni hætta rekstri gistiheimilis líkt og hefur verið í herkastalanum um árabil. Þar sem eignin er skráð sem gistirými þarf kaupandi eignarinnar ekki að fá sérstakt leyfi vilji hann opna þar hótel. Það er meðal annars þetta sem gerir eignina svo verðmæta. Viðmælendur fréttastofunnar sem vinna við fasteignaþróun segja að hægt sé að endurinnrétta húsið sem hótel og selja það aftur með mörg hundruð milljóna króna hagnaði. Húsið er við einn eftirsóttasta stað á gjörvöllu Íslandi. Þá er spurningin, ef eignin er svona verðmæt og það er svona grimm eftirspurn, hvers vegna var húsið ekki auglýst og selt hæstbjóðanda? Einn viðmælandi fréttastofunnar furðar sig á því að eignin hafi ekki verið auglýst og í raun hafi eignin verið seld á mjög lágu verði miðað við undirliggjandi verðmæti hennar. Gunnar Eide yfirmaður Hjálpræðishersins á Íslandi vísaði á KPMG sem var ráðgjafi við sölu eignarinnar. Ólafur Ólafsson hjá KPMG sagði að engin sérstök skýring væri á því hvers vegna fasteignin hefði ekki verið auglýst til sölu. Hann sagðist jafnframt ekki vilja svara spurningum fréttastofunnar um málið. Að svo búnu lagði hann á.
Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira