Börnin okkar eru til fyrirmyndar Elsa Lára Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2016 11:08 Öll viljum við búa í fjölskylduvænu samfélagi. Samvera fjölskyldunnar er mikilvægur þáttur í þroska og velferð barna og unglinga og því er gleðilegt að sjá hvað samverustundum hefur fjölgað síðustu 10 ár. Í nýbirtum Félagsvísum sem Velferðarráðuneytið gefur út kemur þessi afgerandi þróun í ljós. Á einungis 10 árum hefur fjöldi barna á aldrinum 14 - 15 ára, sem segjast verja tíma með foreldrum sínum oft eða nær alltaf um helgar, farið úr 37% árið 2006 og í 63% árið 2014.Minnkandi notkun áfengis og tóbaksLífsvenjur barna og unglinga á Íslandi hafa tekið miklum breytingum til hins betra síðasta áratuginn. Regluleg íþróttaiðkun barna á aldrinum 14 - 15 ára hefur aukist úr 31,8% árið 2006 í 39% árið 2014 og á sama tíma hefur notkun áfengis og tóbaks dregist saman. Fyrir 10 árum sögðust 12% 15 ára barna reykja eina eða fleiri sígarettur á dag en árið 2015 var hlutfallið farið niður í 2,5%. Þróunin er þó enn jákvæðari þegar þróun á notkun áfengis er skoðuð. Á þessum sama tíma hefur notkun áfengis 15 ára unglinga farið úr 26% niður í 4,6%. Ætla má að hér séu mismunandi áhrifavaldar að verkum. Forvarnir og fræðsla hefur aukist til muna og heilbrigði og hreysti hefur blessunarlega komist í tísku, ef svo má segja. Aukin samvera fjölskyldunnar er einnig stór þáttur í breyttu lífsmynstri og hafa breytingar á vinnumarkaði, t.a.m. sveigjanlegir vinnutímar og fjölskyldustefnur fyrirtækja, mikið að segja.Fjölskylduvænna samfélag Það er ekki sjálfgefið að þróunin sé með þessum þætti og við megum alls ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að stjórnvöld hverju sinni leggi áherslu á að viðhalda og bæta það fjölskylduvæna samfélag sem hér hefur skapast. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum og þurfum við að gera betur í þeim efnum. Þar má nefna styttingu vinnuvikunnar og samfellu milli fæðingarorlofs og leikskóla, eins og kom fram í tillögum verkefnisstjórnar Velferðarráðuneytisins sem miða að samþættingu fjölskyldu – og atvinnulífs. Við getum þó sannarlega glaðst yfir því hve langt við höfum náð nú þegar og það er ljóst að framtíðin er í góðum höndum hjá þessari frábæru kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Öll viljum við búa í fjölskylduvænu samfélagi. Samvera fjölskyldunnar er mikilvægur þáttur í þroska og velferð barna og unglinga og því er gleðilegt að sjá hvað samverustundum hefur fjölgað síðustu 10 ár. Í nýbirtum Félagsvísum sem Velferðarráðuneytið gefur út kemur þessi afgerandi þróun í ljós. Á einungis 10 árum hefur fjöldi barna á aldrinum 14 - 15 ára, sem segjast verja tíma með foreldrum sínum oft eða nær alltaf um helgar, farið úr 37% árið 2006 og í 63% árið 2014.Minnkandi notkun áfengis og tóbaksLífsvenjur barna og unglinga á Íslandi hafa tekið miklum breytingum til hins betra síðasta áratuginn. Regluleg íþróttaiðkun barna á aldrinum 14 - 15 ára hefur aukist úr 31,8% árið 2006 í 39% árið 2014 og á sama tíma hefur notkun áfengis og tóbaks dregist saman. Fyrir 10 árum sögðust 12% 15 ára barna reykja eina eða fleiri sígarettur á dag en árið 2015 var hlutfallið farið niður í 2,5%. Þróunin er þó enn jákvæðari þegar þróun á notkun áfengis er skoðuð. Á þessum sama tíma hefur notkun áfengis 15 ára unglinga farið úr 26% niður í 4,6%. Ætla má að hér séu mismunandi áhrifavaldar að verkum. Forvarnir og fræðsla hefur aukist til muna og heilbrigði og hreysti hefur blessunarlega komist í tísku, ef svo má segja. Aukin samvera fjölskyldunnar er einnig stór þáttur í breyttu lífsmynstri og hafa breytingar á vinnumarkaði, t.a.m. sveigjanlegir vinnutímar og fjölskyldustefnur fyrirtækja, mikið að segja.Fjölskylduvænna samfélag Það er ekki sjálfgefið að þróunin sé með þessum þætti og við megum alls ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að stjórnvöld hverju sinni leggi áherslu á að viðhalda og bæta það fjölskylduvæna samfélag sem hér hefur skapast. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum og þurfum við að gera betur í þeim efnum. Þar má nefna styttingu vinnuvikunnar og samfellu milli fæðingarorlofs og leikskóla, eins og kom fram í tillögum verkefnisstjórnar Velferðarráðuneytisins sem miða að samþættingu fjölskyldu – og atvinnulífs. Við getum þó sannarlega glaðst yfir því hve langt við höfum náð nú þegar og það er ljóst að framtíðin er í góðum höndum hjá þessari frábæru kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar