Fæ hugljómun á hverjum degi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 09:30 „Nú er ég komin á fullt í listina og er svo heppin að hafa stóra vinnustofu í Grindavík niður við sjó,“ segir Helga. Mynd/Guðfinna Magnúsdóttir Þó ég hafi unnið við annað en myndlist lengst af hef ég alltaf verið að teikna og mála,“ segir Helga Kristjánsdóttir listmálari sem nýlega var valin bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd staðarins. Hún er að vinna í Art-galleríi á Laugavegi 44 þegar ég trufla hana. „Við erum fjórtán konur sem höfum rekið þetta gallerí frá því í ágúst á síðasta ári í húsnæðinu sem Skarthúsið var í og skiptumst á um að afgreiða þar,“ útskýrir hún. Helga hefur alltaf átt heima í Grindavík fyrir utan tímabil sem hún bjó í Barselóna. „Ég byrjaði á að læra til sjúkraliða og vann við umönnun í nokkur ár, fór þá í hárgreiðslu í Iðnskólanum og vann við hana í 17 ár. Þá var ég búin að fá nóg.“ Hún kveðst hafa stigið sín fyrstu alvöru spor í myndlistinni árið 1995 þegar hún hóf nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Áhuginn var svo mikill að ég hef aldrei getað hætt,“ segir hún glaðlega og kveðst árið 2002 hafa flutt til Barselóna til að fara í skóla. „Ég lærði málaralist í Escola Massana og kynntist Spánverjum í myndlist sem ég held alltaf sambandi við, var í einkakennslu í eitt ár og tók þátt í vinnustofum með Cynthiu Packard í Boston 2008 og Serhiy Savchenko í Úkraínu 2010.“ Ekki lét Helga þar staðar numið því 2015 fór hún til Slóveníu að læra grafík og í framhaldi af því var henni boðið að taka þar þátt í myndlistarviku og samsýningu með listamönnum frá tíu þjóðum í júní í fyrra. „Nú er ég komin á fullt í listina og er svo heppin að hafa stóra vinnustofu í Grindavík niður við sjó. Er dugleg að ganga meðfram hafinu og fæ hugljómun á hverjum degi. Veðrið og birtan eru svo síbreytileg.“ Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þó ég hafi unnið við annað en myndlist lengst af hef ég alltaf verið að teikna og mála,“ segir Helga Kristjánsdóttir listmálari sem nýlega var valin bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd staðarins. Hún er að vinna í Art-galleríi á Laugavegi 44 þegar ég trufla hana. „Við erum fjórtán konur sem höfum rekið þetta gallerí frá því í ágúst á síðasta ári í húsnæðinu sem Skarthúsið var í og skiptumst á um að afgreiða þar,“ útskýrir hún. Helga hefur alltaf átt heima í Grindavík fyrir utan tímabil sem hún bjó í Barselóna. „Ég byrjaði á að læra til sjúkraliða og vann við umönnun í nokkur ár, fór þá í hárgreiðslu í Iðnskólanum og vann við hana í 17 ár. Þá var ég búin að fá nóg.“ Hún kveðst hafa stigið sín fyrstu alvöru spor í myndlistinni árið 1995 þegar hún hóf nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Áhuginn var svo mikill að ég hef aldrei getað hætt,“ segir hún glaðlega og kveðst árið 2002 hafa flutt til Barselóna til að fara í skóla. „Ég lærði málaralist í Escola Massana og kynntist Spánverjum í myndlist sem ég held alltaf sambandi við, var í einkakennslu í eitt ár og tók þátt í vinnustofum með Cynthiu Packard í Boston 2008 og Serhiy Savchenko í Úkraínu 2010.“ Ekki lét Helga þar staðar numið því 2015 fór hún til Slóveníu að læra grafík og í framhaldi af því var henni boðið að taka þar þátt í myndlistarviku og samsýningu með listamönnum frá tíu þjóðum í júní í fyrra. „Nú er ég komin á fullt í listina og er svo heppin að hafa stóra vinnustofu í Grindavík niður við sjó. Er dugleg að ganga meðfram hafinu og fæ hugljómun á hverjum degi. Veðrið og birtan eru svo síbreytileg.“
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira