CCP opnar skrifstofu í London Sæunn Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, mun flytja til London. Vísir/Anton Tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun opna skrifstofu í London næsta sumar. „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem markaðsskrifstofa. Svo ætlum við að hafa lítið þróunarteymi þarna. Við erum þróunarfyrirtæki og viljum því að allar okkar skrifstofur séu með það DNA líka,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. „Við sjáum fyrir okkur tíu manns í London á þessu ári, en ef þetta skilar árangri og sannar sig þá bætum við við okkur starfsmönnum.“ Hilmar Veigar segir að fyrirtækið sé búið að vera með starfsfólk með aðsetur í London í lengri tíma en ákveðið hafi verið að þjappa starfseminni saman formlega á skrifstofu. Hilmar Veigar mun flytja til London og stýra fyrirtækinu þaðan. „Þetta er orðið raunástand fyrirtækisins, við erum með starfsemi úti um allan heim og að stýra því frá Íslandi er eins og það er. Við erum í raun og veru að færa okkur nær hjarta fyrirtækisins,“ segir Hilmar Veigar. Í framhaldinu verður ráðið í stöðu framkvæmdastjóra á Íslandi. „Hann eða hún kemur til með að stýra framkvæmdum á Íslandi, það er eitthvað sem ég hef gert í orði en hef ekki verið að sinna að raun. Ég er fyrst og fremst framkvæmdastjóri í alþjóðlegu fyrirtæki og er hér. Oft hefur uppbyggingin á Íslandi því ekki verið eins markviss og hún gæti verið ef einstaklingur hér hefði þá ábyrgð að fullu. Ég sé fyrir mér að þetta muni bara efla starfsemina á Íslandi,“ segir Hilmar Veigar. Eins og Vísir greindi frá í gær, skilaði CCP methagnaði árið 2015. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er því að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. Nýjasti leikur fyrirtækisins, sem kom út í nóvember, sýndarveruleikaleikurinn Gunjack, er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma. EVE Valkyrie, nýjasta úr smiðju CCP, kemur svo út í lok mars ásamt Oculus Rift. Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 CCP skilar methagnaði Hagnaður ársins 2015 hjá CCP nam 2,7 milljörðum króna. 25. febrúar 2016 14:29 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun opna skrifstofu í London næsta sumar. „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem markaðsskrifstofa. Svo ætlum við að hafa lítið þróunarteymi þarna. Við erum þróunarfyrirtæki og viljum því að allar okkar skrifstofur séu með það DNA líka,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. „Við sjáum fyrir okkur tíu manns í London á þessu ári, en ef þetta skilar árangri og sannar sig þá bætum við við okkur starfsmönnum.“ Hilmar Veigar segir að fyrirtækið sé búið að vera með starfsfólk með aðsetur í London í lengri tíma en ákveðið hafi verið að þjappa starfseminni saman formlega á skrifstofu. Hilmar Veigar mun flytja til London og stýra fyrirtækinu þaðan. „Þetta er orðið raunástand fyrirtækisins, við erum með starfsemi úti um allan heim og að stýra því frá Íslandi er eins og það er. Við erum í raun og veru að færa okkur nær hjarta fyrirtækisins,“ segir Hilmar Veigar. Í framhaldinu verður ráðið í stöðu framkvæmdastjóra á Íslandi. „Hann eða hún kemur til með að stýra framkvæmdum á Íslandi, það er eitthvað sem ég hef gert í orði en hef ekki verið að sinna að raun. Ég er fyrst og fremst framkvæmdastjóri í alþjóðlegu fyrirtæki og er hér. Oft hefur uppbyggingin á Íslandi því ekki verið eins markviss og hún gæti verið ef einstaklingur hér hefði þá ábyrgð að fullu. Ég sé fyrir mér að þetta muni bara efla starfsemina á Íslandi,“ segir Hilmar Veigar. Eins og Vísir greindi frá í gær, skilaði CCP methagnaði árið 2015. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er því að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. Nýjasti leikur fyrirtækisins, sem kom út í nóvember, sýndarveruleikaleikurinn Gunjack, er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma. EVE Valkyrie, nýjasta úr smiðju CCP, kemur svo út í lok mars ásamt Oculus Rift.
Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 CCP skilar methagnaði Hagnaður ársins 2015 hjá CCP nam 2,7 milljörðum króna. 25. febrúar 2016 14:29 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00
Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51
Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08
Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00
CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57
Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00