FH rauf í dag þriggja ára einokun ÍR á bikarmeistaratitlinum í frjálsum íþróttum innanhúss.
Bikarkeppnin var haldin í Kaplakrika og FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og tóku titilinn á heimavelli.
FH náði í 98 stig, tveimur meira en ÍR. Norðurland og Fjölnir/Afturelding komu næst með 58 stig hvor. Breiðablik endaði í 5. sæti og Ármann rak lestina með 26 stig.
FH varð einnig hlutskarpast í karla- og kvennaflokki en þau stig voru reiknuð sér.
FH fékk alls 22 verðlaun í bikarkeppninni; 11 gullverðlaun, sex silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun. ÍR kom næst með 21 verðlaun.
FH hirti bikarmeistaratitilinn af ÍR
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn






Falko: Zarko og Matej voru frábærir
Körfubolti