Forval flokkanna tveggja fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum heldur áfram í dag. Einn frambjóðandi repúblikana dró framboð sitt til baka í gær.
Forval fer fram í þremur ríkjum hjá báðum flokkum í dag, í Kansas og Louisiana. Auk þess kjósa Repúblikanar í Maine og Kentucky og Demókratar í Nebraska.
155 kjörmenn skiptast á milli frambjóðenda í kosningum dagsins. Donald Trump vantar 908 kjörmenn til að ná 1237 manna lágmarkinu, sem myndi tryggja honum útnefningu flokksins.
Læknirinn og repúblikaninn Ben Carson dró í gær til baka framboð sitt í forkosningum. Það kom eflaust fáum á óvart því hann tók ekki þátt í kappræðum repúblikana í Detroit í vikunni. Auk þess náðu hann einungis átta kjörmönnum á hinum svokallaða ofur-þriðjudegi og endaði í síðasta eða næst síðasta sæti í öllum ríkjum.
Í röðum demókrata hefur Hillary Clinton enn forystu og ræðir sífelt meira um mögulegan mótframbjóðanda sinn, Donald Trump, í stað þess að beina spjótum sínum að Bernie Sanders.
Hún þykir eiga stuðning meirihluta í Louisiana vísan í dag, en mjórra gæti orðið á munum í hinum ríkjunum. Baráttan í dag stendur um 109 kjörmenn en Clinton vantar 1137 til að tryggja sér útnefningu flokksins.
Línur skýrast enn frekar
Tengdar fréttir

Tugir milljarða til að ná forystu
Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt

Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega
Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump.

Svona gæti Trump valdið kreppu
Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins.

Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður
Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit.