Var eldflauginni skotið upp frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum og tókst allt vel þangað til reyna átti að lenda eldflauginu. Elon Musk er eigandi SpaceX og segir hann að ítrekaðar tilraunir til þess að lenda eldflaugum fyrirtækisins geti sparað gríðarlega fjárhæðir því að hægt sé að nota eldflaugarnar aftur.
Í viðtali við Bloomberg í mars á síðasta ári sagði Musk að verði tæknin að raunveruleika muni geimskot kosta um tvö til þrjú hundruð þúsund dali í stað um 61 milljónar dala, um 8,4 milljarðar króna. Þannig myndi SpaceX breyta gangi geimskota í heiminum.
Í nótt átti að endurtaka leikinn. Var lendingunni streymt í beinni útsendingu á vef SpaceX en rétt áður en flaugin átti að lenda á pramma á hafi úti datt útsendingin út. Sjá má bjart ljós í útsendingunni rétt áður en hún dettur út.
Replay video of the on-air @SpaceX first stage landing from Of Course I Still Love You #SpaceX #SES9 pic.twitter.com/oydKlu4azR
— Trevor Mahlmann☄ (@TrevorMahlmann) March 4, 2016
Rocket landed hard on the droneship. Didn't expect this one to work (v hot reentry), but next flight has a good chance.
— Elon Musk (@elonmusk) March 5, 2016