Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2016 18:45 Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. Með þessu alþjóðlega djúpborunarverkefni vonast menn til að margfalda afl hverrar vinnsluholu en samhliða verður einnig borað í Frakklandi. Fyrsta djúpborunin var í Kröflu fyrir sjö árum og þar skorti ekki varmann; hann reyndist raunar of mikill því borkrónan lenti í bráðinni kviku á 2.100 metra dýpi í eldstöðinni sumarið 2009. En nú á að reyna aftur, að þessu sinni á Reykjanesi, og það verður jarðborinn Þór, sá stærsti á landinu, sem nú fær að spreyta sig. Meðan starfsmenn borsins unnu í Svartsengi í dag við að búa hann undir flutning var forstjóri Jarðborana mættur í orkuver HS Orku til að undirrita samning um að bora fimm kílómetra djúpa háhitaholu fyrir á annan milljarð króna. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins, ásamt Orkustofnun, taka þátt í verkefninu, sem og fjöldi erlendra vísindasjóða og fyrirtækja. Þannig var fulltrúi Statoil við undirritunina. Þá styrkir Evrópusambandið verkefnið um 1,3 milljarða króna en heildarkostnaður þess er áætlaður um 2,7 milljarðar króna.Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana, og Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, handsala samninginn með Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku á milli. Carsten Sørlie, verkefnisstjóri hjá Statoil, til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er ekki bara þessi borun á Reykjanesi. Það eru líka boranir í Frakklandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, en fyrirtæki hans leiðir verkefnið. Þannig eigi að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum. Í Frakklandi vonist menn til að komast niður í 200 stiga hita en hérlendis í 500 stiga hita. Megintilganginn segir Ásgeir að ná meiri orku úr iðrum jarðar, með minni röskun á umhverfi. Meðan venjuleg jarðhitahola sé kannski að gefa af sér fimm megavött í raforku hafi menn áætlað að holan, sem boruð var í kvikuhólfið í Kröflu, hafi verið upp á þrjátíu megavött. „Þannig að það gæti margfaldast afl úr hverri holu. Þannig þurfi færri holur og minna fótspor á yfirborði,“ segir Ásgeir.Jarðborinn Þór í Svartsengi í dag, að hluta kominn niður. Fjær má sjá borholu blása.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Jarðborana fara nú með borinn Þór í verkefni á Hellisheiði en hefja svo djúpborunina á Reykjanesi síðar í sumar. En eru menn ekkert hræddir um að hitta aftur í glóandi kviku? „Ja, maður veit aldrei nákvæmlega hvað er þarna niðri. Það hefur ekki áður verið farið þangað niður með bor. Það var vissulega óvænt að hitta á kvikuhólf á 2.100 metra dýpi í Kröflu. Við teljum að það sé ekki á Reykjanesi. En hvað svo sem verður, meðal annars það sem gerðist í Kröflu, - í því felast tækifæri sem þarf að skoða.“ Fjallað var um fjölþætta nýtingu jarðvarma Reykjaness á Stöð 2 í fyrra í þættinum Um land allt. Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. Með þessu alþjóðlega djúpborunarverkefni vonast menn til að margfalda afl hverrar vinnsluholu en samhliða verður einnig borað í Frakklandi. Fyrsta djúpborunin var í Kröflu fyrir sjö árum og þar skorti ekki varmann; hann reyndist raunar of mikill því borkrónan lenti í bráðinni kviku á 2.100 metra dýpi í eldstöðinni sumarið 2009. En nú á að reyna aftur, að þessu sinni á Reykjanesi, og það verður jarðborinn Þór, sá stærsti á landinu, sem nú fær að spreyta sig. Meðan starfsmenn borsins unnu í Svartsengi í dag við að búa hann undir flutning var forstjóri Jarðborana mættur í orkuver HS Orku til að undirrita samning um að bora fimm kílómetra djúpa háhitaholu fyrir á annan milljarð króna. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins, ásamt Orkustofnun, taka þátt í verkefninu, sem og fjöldi erlendra vísindasjóða og fyrirtækja. Þannig var fulltrúi Statoil við undirritunina. Þá styrkir Evrópusambandið verkefnið um 1,3 milljarða króna en heildarkostnaður þess er áætlaður um 2,7 milljarðar króna.Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana, og Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, handsala samninginn með Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku á milli. Carsten Sørlie, verkefnisstjóri hjá Statoil, til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er ekki bara þessi borun á Reykjanesi. Það eru líka boranir í Frakklandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, en fyrirtæki hans leiðir verkefnið. Þannig eigi að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum. Í Frakklandi vonist menn til að komast niður í 200 stiga hita en hérlendis í 500 stiga hita. Megintilganginn segir Ásgeir að ná meiri orku úr iðrum jarðar, með minni röskun á umhverfi. Meðan venjuleg jarðhitahola sé kannski að gefa af sér fimm megavött í raforku hafi menn áætlað að holan, sem boruð var í kvikuhólfið í Kröflu, hafi verið upp á þrjátíu megavött. „Þannig að það gæti margfaldast afl úr hverri holu. Þannig þurfi færri holur og minna fótspor á yfirborði,“ segir Ásgeir.Jarðborinn Þór í Svartsengi í dag, að hluta kominn niður. Fjær má sjá borholu blása.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Jarðborana fara nú með borinn Þór í verkefni á Hellisheiði en hefja svo djúpborunina á Reykjanesi síðar í sumar. En eru menn ekkert hræddir um að hitta aftur í glóandi kviku? „Ja, maður veit aldrei nákvæmlega hvað er þarna niðri. Það hefur ekki áður verið farið þangað niður með bor. Það var vissulega óvænt að hitta á kvikuhólf á 2.100 metra dýpi í Kröflu. Við teljum að það sé ekki á Reykjanesi. En hvað svo sem verður, meðal annars það sem gerðist í Kröflu, - í því felast tækifæri sem þarf að skoða.“ Fjallað var um fjölþætta nýtingu jarðvarma Reykjaness á Stöð 2 í fyrra í þættinum Um land allt.
Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00