Stutta spilið bjargaði Spieth á Byron Nelson Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2016 10:00 Til hægri ljúfurinn. Vísir/Getty Jordan Spieth er í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokahringinn á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi sem fer fram í Texas um helgina. Spieth lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari þrátt fyrir að lenda í töluverðum vandræðum. Ben Crane sem leiddi eftir tvo hringi náði sér aldrei á strik á þriðja hring í dag og lék á tveimur höggum yfir pari. Er hann sex höggum á eftir Koepka fyrir lokahringinn. Spieth þurfti að treysta á stutta spilið í dag þar sem hann hitti brautina aðeins sjö sinnum í fjórtán tilraunum. Voru teighöggin hans út á þekju í gær en honum tókst að bjarga sér með stutta spilinu og kom inn í hús á þremur höggum undir pari. Spieth á því enn möguleiki að vinna þetta mót í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á AT&T Byron Nelson mótinu er sextánda sæti þegar hann var sextán ára. Sergio Garcia, Matt Kuchar og Bud Cauley eru einu höggi á eftir Spieth í 3-5. sæti en það skyldi enginn útiloka að þeir blandi sér í baráttuna á lokadeginum. Helstu tilþrif frá þriðja leikdegi má sjá í myndbandi hér fyrir neðan. Lokadagur AT&T Byron Nelson meistaramótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending 17:00. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jordan Spieth er í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokahringinn á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi sem fer fram í Texas um helgina. Spieth lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari þrátt fyrir að lenda í töluverðum vandræðum. Ben Crane sem leiddi eftir tvo hringi náði sér aldrei á strik á þriðja hring í dag og lék á tveimur höggum yfir pari. Er hann sex höggum á eftir Koepka fyrir lokahringinn. Spieth þurfti að treysta á stutta spilið í dag þar sem hann hitti brautina aðeins sjö sinnum í fjórtán tilraunum. Voru teighöggin hans út á þekju í gær en honum tókst að bjarga sér með stutta spilinu og kom inn í hús á þremur höggum undir pari. Spieth á því enn möguleiki að vinna þetta mót í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á AT&T Byron Nelson mótinu er sextánda sæti þegar hann var sextán ára. Sergio Garcia, Matt Kuchar og Bud Cauley eru einu höggi á eftir Spieth í 3-5. sæti en það skyldi enginn útiloka að þeir blandi sér í baráttuna á lokadeginum. Helstu tilþrif frá þriðja leikdegi má sjá í myndbandi hér fyrir neðan. Lokadagur AT&T Byron Nelson meistaramótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending 17:00.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira