Messi og allt landslið Argentínu neitaði að tjá sig við fjölmiðla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 08:30 Lionel Messi í leiknum í nótt. Vísir/Getty Lionel Messi tilkynnti eftir sigur 3-0 Argentínu á Kólumbíu í undankeppni HM 2018 í nótt að liðið myndi ekki ræða við fjölmiðla. Ástæðan eru ásakanir sem blaðamaður kom með gagnvart Ezequiel Lavezzi fyrir leikinn. Lavezzi var ekki í leikmannahópi Argentínu í nótt. Umræddur blaðamaður, Gabriel Anello, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort að Lavezzi væri ekki í landsliðshópnum vegna þess að hann hefði verið uppvís að því að neyta kannabisefna í æfingabúðum liðsins fyrir leik.Lavezzi queda fuera del banco de suplentes mañana por el porro q se fumo anoche en la concentración ? Pregunto ... solo pregunto — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi se fuma su segundo porro en la concentración y el "impresentable" es quien los dice ... Tenemos la selección y jugadores q merecemos — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi brást illur við þessum ásökunum og hét þess að leita réttar síns vegna skrifa Anello.pic.twitter.com/pSOLWFXPOA — Ezequiel Lavezzi (@PochoLavezzi) November 15, 2016 Allir 23 liðsfélagar Lavezzi tóku sér stöðu fyrir blaðamenn eftir leikinn í nótt þar sem Lionel Messi tilkynnti að enginn þeirra myndi ræða við fjölmiðla vegna umræddra skrifa. „Ásakarirnar gagnvart Lavezzi voru miklar. Við hörmum þetta en höfðum enga aðra valkosti,“ sagði Messi og bætti við að það væri eitt að gagnrýna frammistöðu leikmanna inni á vellinum en annað að blanda sér í einkalíf manna. „Við vildum segja þetta fyrir framan alla í stað þess að gefa út yfirlýsingu,“ sagði hann enn fremur en ræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Argentína er í fimmta sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2018 með nítján stig, einu á eftir Ekvador og Síle. Brasilía, sem vann 2-0 sigur á Perú í nótt með mörkum Gabriel Jesus og Renato Augusto, er efst með 27 stig. Messi skoraði fyrsta mark Argentínumanna í nótt en Lucas Prato og Angel Di Maria hin mörk Argentínu í leiknum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Lionel Messi tilkynnti eftir sigur 3-0 Argentínu á Kólumbíu í undankeppni HM 2018 í nótt að liðið myndi ekki ræða við fjölmiðla. Ástæðan eru ásakanir sem blaðamaður kom með gagnvart Ezequiel Lavezzi fyrir leikinn. Lavezzi var ekki í leikmannahópi Argentínu í nótt. Umræddur blaðamaður, Gabriel Anello, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort að Lavezzi væri ekki í landsliðshópnum vegna þess að hann hefði verið uppvís að því að neyta kannabisefna í æfingabúðum liðsins fyrir leik.Lavezzi queda fuera del banco de suplentes mañana por el porro q se fumo anoche en la concentración ? Pregunto ... solo pregunto — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi se fuma su segundo porro en la concentración y el "impresentable" es quien los dice ... Tenemos la selección y jugadores q merecemos — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi brást illur við þessum ásökunum og hét þess að leita réttar síns vegna skrifa Anello.pic.twitter.com/pSOLWFXPOA — Ezequiel Lavezzi (@PochoLavezzi) November 15, 2016 Allir 23 liðsfélagar Lavezzi tóku sér stöðu fyrir blaðamenn eftir leikinn í nótt þar sem Lionel Messi tilkynnti að enginn þeirra myndi ræða við fjölmiðla vegna umræddra skrifa. „Ásakarirnar gagnvart Lavezzi voru miklar. Við hörmum þetta en höfðum enga aðra valkosti,“ sagði Messi og bætti við að það væri eitt að gagnrýna frammistöðu leikmanna inni á vellinum en annað að blanda sér í einkalíf manna. „Við vildum segja þetta fyrir framan alla í stað þess að gefa út yfirlýsingu,“ sagði hann enn fremur en ræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Argentína er í fimmta sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2018 með nítján stig, einu á eftir Ekvador og Síle. Brasilía, sem vann 2-0 sigur á Perú í nótt með mörkum Gabriel Jesus og Renato Augusto, er efst með 27 stig. Messi skoraði fyrsta mark Argentínumanna í nótt en Lucas Prato og Angel Di Maria hin mörk Argentínu í leiknum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira